Félagsmiðstöðvadagurinn í 100og1

 í flokknum: 100og1

Í þessari viku er félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan haldin hátíðleg um allt land. Við ætlum að fagna því flotta starfi sem boðið er upp á í 100og1 alla vikuna.

Á morgun, miðvikudaginn 17.nóvember stóð til að halda upp á 20 ára afmæli 100og1 á sjálfan félagsmiðstöðvadaginn en vegna hertra samkomutakmarkanna þurfum við að fresta því aðeins.  Við ætlum samt sem áður að fagna deginum og verður kvöldopnun fyrir 8.-10.bekk frá 19:30-22:00. Við ætlum að fara í hin sívinsæla og skemmtilega leik Varúlf og boðið verður upp á frostpinna.

Í þessari viku í 5. 6. og 7.bekk erum við búin að vera að búa til samvinnulistaverk á opnunun í félagsmiðstöðinni. Á föstudaginn ætlum við svo að bjóða upp á skotbolta og frostpinna fyrir miðstigið frá 17:00-18:30. 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt