Félagsmiðstöðvadagurinn 2021 // National youth club day 2021

 í flokknum: Birta á forsíðu

Þann 17.nóvember var félagsmiðstöðvadagurinn haldinn hátíðlegur í félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar. Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að varpa ljósi á það mikilvæga starf sem fram fer í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Að kynna fyrir nærumhverfi unglinganna gífurlegt forvarnagildi þeirra og fagna starfinu sem styður við félagsfærni, sköpun, óformlegt nám. Félagsmiðstöðvastarf er til þess gert að ýta undir heilbrigði unglinga og ungmenna og stuðla að heilbrigðum lífsstíl.

 

 

Í tilefni dagsins tóku félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar sig til og söfnuðu saman hvaða tilfinningar koma upp hjá unglingunum þegar þau hugsa um félagsmiðstöðina sína. Svörin létu svo sannarlega ekki á sér standa og sést greinilega hvað unglingarnir hugsa hlýtt til sinnar félagsmiðstöðvar. Svör líkt og öryggi, hamingja, félagsskapur, einlægur áhugi starfsfólks á þeim og umhyggja í þeirra garð yljuðu starfsfólki um hjartarætur. Svörin gáfu auga leið að unglingarnir gera sér fulla grein fyrir mikilvægi félagsmiðstöðvanna í þeirra lífi. Við gætum ekki verið þakklátari fyrir viðbrögð krakkanna við spurningunni og höldum ótrauð áfram með okkar æðislega starf.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt