Félagsmiðstöðin 100og1 setur á svið Íslandsklukkuna!

 í flokknum: 100og1, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Nú er kátt um borg og bæ!

Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness er sett upp af leikhóp félagsmiðstöðvarinnar 100&1 við Austurbæjarskóla í leikstjórn Níels Thibaud Girerd. Leikhópurinn samanstendur af 9. og 10. bekkingum Austurbæjarskóla sem hafa sett saman sögu Laxness og stuðst við leikgerð Lárusar Pálssonar leikara og leikstjóra sem sett var upp við upplugningu Þjóðleikhússins 22. apríl 1950.

Íslandsklukkan er raunasaga Jón Hreggviðssonar bónda á Rein á Akranesi, Snæfríðar Björnsdóttur Eydalín lögmannsdóttur & Arnas Arnæus prófessor við Kaupmannahafnar Háskóla og hvernig lífið leiðir þetta fólk saman á undraverðan hátt.

Þetta er einnig saga Íslensku þjóðarinnar og raunir hennar á miklum umrótartímum þegar Ísland var enn nýlenduþjóð undir konungsríki Danmerkur. Íslandsklukkan er söguleg skáldsaga í þremur hlutum á árunum 1943-1946. Íslandsklukkan 1943, Hið ljósa man 1944 og svo Eldur í Kaupinhafn 1946.

Sýningin er haldin í bíósalnum í Austurbæjarskóla. Við hvetjum öll til að koma og sjá þessa tímamótasýningu.

Miðasala fer fram á https://tix.is/is/event/17568/islandsklukkan-eftir-halldor-kiljan-laxness/

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt