Eldflaugin í jólaskapi.

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

English below

Í desember er ávallt mikið um að vera og margir hlutir sem þarf að klára, það er ekkert öðruvísi fyrir börnin. Í Eldflauginni er alltaf mikið líf og fjör í þessum jólamánuði þar sem allir hlakka til jólanna og bíða spenntir. Börnin hjálpuðust að við að búa til jólaskraut sem var notað til þess að skreyta Eldflaugina og einnig bjuggu þau til skraut og gjafir sem þau tóku með heim.
Í kringum jólafríið eru sumir dagar í Eldflauginni lengri en aðrir og þá reynum við að bregða af hefðbundinni dagskrá og sem dæmi kom rithöfundurinn Yrsa Þöll og var með rafrænan upplestur úr tveimur bókum sínum.
Það sem stendur upp úr þennan mánuð er jólamarkaðurinn sem er haldinn árlega. Í honum taka öll frístundarheimili Tjarnarinnar þátt í að safna fyrir góðu málefni. Þetta árið var hvert frístundarheimili Tjarnarinnar með sinn eigin markað á sínum stað og söfnuðu pening fyrir sitthvort málefnið. Eldflaugin hefur síðastliðin 6 ár styrkt stelpu frá Indlandi, sem er nú 12 ára gömul, í gegnum S.O.S barnaþorpin. Þetta árið fór ágóðinn sem safnaðist á jólamarkaðinum þangað. Varningurinn sem var til sölu var allur búinn til af börnunum í Eldflauginni og bjuggu þau meðal annars til jólakort, jólaskraut og skartgripi.
Menntastefnunni er fylgt í Eldflauginni og er starfið unnið út frá henni. Menntastefnan er í grunninn byggð á barnasáttmála sameinuðu þjóðanna sem byggist á því að öll börn eigi að hafa mannréttindi. Fyrr í vetur var unnið með barnasáttmálann í heila viku þar sem að helstu þættir hans voru kynntir fyrir börnunum en þar kemur fram að öll börn eru jöfn sama hvar þau búa og öll börn eiga rétt á menntun. Börn eiga rétt á heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, mat og öruggu umhverfi. Einnig eiga þau rétt á að fá aðstoð ef þau glíma við fátækt og eiga rétt á að hafa aðgang að öruggu húsnæði, fötum og næringu.
Stúlkan sem við erum að styrkja í Indlandi hefur ekki jafn greiðan aðgang að þessum grunnþörfum og þess vegna þarfnast hún styrkja. Þegar að börnin í Eldflauginni voru að búa til varning fyrir jólamarkaðinn voru þessar mikilvægu samræður teknar upp með börnunum og þeim gert grein fyrir að réttindi margra barna í heiminum eru ekki uppfyllt. Í leiðinni fengu þau tækifæri til þess að fræðast um sín eigin réttindi.

——————-

December is a busy month where there is a lot going on and that it is not different for the kids. This Christmas month is always very lively in Eldflaugin and everybody is excited for the holidays. The children all took part in making Christmas decorations to decorate Eldflaugin and as well to take home.
Some days in Eldflaugin around the Christmas break are longer then usual so we try to do something different on these days. For example, a book author named Yrsa Þöll had a video call with us where she read from couple of her children books.
The biggest thing in Eldflaugin last December is the Tjörnin´s annual Christmas market. Every after-school center of Tjörnin participates where they raise money for a good cause. This year each center had their own market and raised money for different cause. Eldflaugin has in the last six years raised money for a Indian girl from the S.O.S children´s village who is now 12 years old and in this years market all the money went to her. The things that were for sale in the Christmas market were Christmas cards, Christmas decorations and jewelry that the children had made themselves.
The work in Eldflaugin is based on Reykjavík education policy which involves the Convention on the Rights of the Child. Early this winter a whole week was dedicated to the Convention on the rights of the child. All children in the world are equal and have the right to get education according to the Convention on the rights of the child. In the Convention children are also supposed to have access to health care, clean water, food and a safe environment. If a child is poor their right is to have support and they should live in a safe house where they can have clothes and nutrition. The Indian girl that we are raising money for does not have those basic needs and that is the reason why we are raising this money for her.
It was a perfect opportunity to talk to the children about those rights when they were making the items for the Christmas market and educate them about why they are helping this girl and at the same time get to know their own rights.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt