Árgangaopnanir!

 í flokknum: 100og1, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Unglingar úr lýðræðisval áfanganum héldu árgangaopnanir í nóvember mánuði.

Hver árgangur fékk mánudagsopnun algjörlega út af fyrir sig og sáu fulltrúar þess árgangs í lýðræðisvali sáu um að skipuleggja, kaupa inn og sjá um viðburðinn sjálf.
Greinilegt var að mikil jólatilhlökkun var komin í hópinn því allir viðburðir tengdust á einn eða annan hátt einhverju jólatengdu. Piparkökuhús voru byggð, súkkulaði var hitað í pottinum, jólatré voru skreytt og það sem okkur fannst jólalegast af öllu var hvað unglingarnir voru extra dugleg að hjálpast að.

Viðburðirnir voru til fyrirmyndar og við hlökkum til að sjá lýðræðisvalið láta frekar til sín taka.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt