105 er farið af stað!

 í flokknum: 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Starfið í 105 fór vel af stað í síðustu viku og byrjuðum við skólaárið á að fá unglinga í 8.-10. bekk í frostpinna og stuð á fyrstu kvöldopnun eftir sumarfrí þann 22. ágúst. Við höfum verið að bralla allskonar skemmtilegt að vana og meðal dagskrárliða síðustu viku hafa verið karaoke og stinger ásamt því að það er verið að spila, fara í leiki og spjalla sem eru ávallt fastaliðir í félagsmiðstöðinni.

Fyrstu opnanir fyrir 5.-7. bekk fóru svo fram með pompi og prakt í þessari viku og var mæting vonum framar! Gaman var að sjá 6. og 7. bekkinn aftur eftir sumarfrí og mjög gaman að fá að kynnast krökkunum í 5. bekk sem voru að koma á sína fyrstu 105 opnun.

Breytingar hafa orðið í stjórnendateyminu þar sem Hafsteinn Bjarnason er orðinn forstöðumaður og Ásgerður Magnúsdóttir er orðin aðstoðarforstöðumaður. Hvorugt þeirra eru þó ný í 105 þar sem þau hafa bæði starfað þar fram að þessu, Hafsteinn sem aðstoðarforstöðumaður og Ásgerður sem frístundaleiðbeinandi.

Það er mikið stuð framundan og má finna dagskrána fyrir september hér á síðunni. Við erum ótrúlega spennt fyrir vetrinum!

 

//

 

105 got off to a good start last week when we started the school year by inviting grades 8-10 to come and eat popsicles and have fun at the first evening opening after the summer holidays on August 22nd. We have been having all sorts of fun as usual and last weeks program has included karaoke and stinger as well as playing cards, games and chatting which are always regular fixtures in the youth center.

The first openings for grades 5-7  took place this week and the attendance exceeded expectations! It was nice to see the 6th and 7th grade again after the summer break and it was great to get to know the 5th grade kids who came to their first 105 opening.

There have been changes in the management team, as Hafsteinn Bjarnason is the new director and Ásgerður Magnúsdóttir the new assistant director. However, neither of them are new to 105, as they have both worked there until now, Hafsteinn as assistant director and Ásgerður as a youth counsellor.

There is a lot of fun ahead and you can find the program for September on the page. We are incredibly excited for this year!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt