Ýmsar upplýsingar

 í flokknum: Frostheimar, Óflokkað

English follows

Kæru foreldrar og forsjáraðilar

Nú eru skrýtnir tímar hjá okkur og ýmsar daglegar venjur sem okkur eru tamar sem við þurfum að breyta. Okkur langar að lista upp í stuttu máli hér að neðan þær helstu breytingar sem við erum að vinna með í frístundaheimilinu til að tryggja að við séum öll á sömu blaðsíðunni.

  • Börnin blandast ekki lengur í starfinu heldur halda áfram í frístundastarfinu með sínum bekkjarfélögum
  • Börnin fara ekki lengur á milli rýma eftir valsvæðum heldur er hverjum bekk úthlutað rými fyrir daginn út frá tilteknu kerfi
  • Dóti er skipt út reglulega og við gætum að því að hafa viðfangsefnin mismunandi fyrir þau milli daga svo þau fái ekki leið á svæðunum.
  • Rík áhersla er lögð á handþvott og sprittun hjá börnum og starfsmönnum og allir dagar byrja á handþvotti
  • Greiður aðgangur er tryggður að spritti og einnota hönskum og nóg til af handáburði fyrir þurrar hendur
  • Öll handklæði verða fjarlægð og eingöngu nýttar pappírsþurrkur til handþurrkunar
  • Börnin fá hressingu í Frostheimum eða hádegissnarl þau sem mæta á þeim tíma.
  • Börnum sem sýna kvef- eða flensueinkenni sé haldið heima þar til einkennin eru liðin hjá
  • Foreldrar hugi vel að sóttvörnum líka og mæti ekki ef þeir eru með kvef- eða flensueinkenni
  • Foreldrar fari ekki lengra en inn í anddyri Frostheima og starfsmenn sækja börnin og vísa þeim fram eða út til foreldra.
  • Foreldrar gæti að 2 metra fjarlægð milli sín og starfsmanna og annarra foreldra í fataklefa
  • Foreldrar beðnir að gæta fyllsta hreinlætis varðandi fatnað barna, bæði inni- og útifatnað
  • Allur fatnaður barnanna sé tekinn heim í lok dags til að auðvelda þrif og sótthreinsun svæða
  • Við gerum ráð fyrir að vera einhverja daga með börnin í útiveru í lok dags til að auðvelda það að sækja þau og koma í veg fyrir biðraðir og öngþveiti í anddyri Frostheima.
  • Allar íþróttaæfingar falla niður til a.m.k. 23. mars.
  • Rútur í Frostheima falla niður og ganga börnin með starfsmönnum og sínum hópi úr skóla í Frostheima.
  • Ekki er boðið uppá þramm meðan á samkomubanninu stendur.
  • Börnin mega ekki koma með dót að heiman meðan á þessu ástandi stendur
  • Foreldrum er bent á að þrífa síma barnanna sinna vel og brýna fyrir þeim að hann verði að vera niðri í tösku allan tímann sem þau eru hjá okkur.
  • Þurfum við að skerða þjónustu falla gjöld niður fyrir þann dag sem barnið kemst ekki til okkar
  • Sé barn í fyrirskipaðri sóttkví falla gjöld fyrir frístund og síðdegishressingu niður ef vottorði þar um er komið til okkar.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða góðar ábendingar til okkar um eitthvað sem okkur er að yfirsjást megið þið endilega senda okkur línu. Eins er mikilvægt fyrir okkur að fá að vita ef barnið ykkar mætir ekki þessa daga þar sem það auðveldar okkur skipulagið.

Séum við öll samtaka í því að fylgja þessum fyrirmælum þá náum við vonandi best að vernda bæði starfsmanna- og barnahópinn og tryggja þjónustu.

Með bestu kveðju og í von um að við leysum þetta verkefni sem sterk og samtaka heild

Dórothea og Heba

Dear Parents and Guardians,

These are strange times and there are various daily routines that we need to change. We would like to list here the main changes that we are working with at the after-school centre (frístundaheimili) so we can ensure that we‘re all on the same page.

  • Children no longer mix but continue into the after-school service with their classmates.
  • Children no longer move between areas and each class/year is designated a specific area each day
  • Toys are changed regulary and we can see to it that the children have variety and don‘t get bored of being in the same area
  • A strong emphasis is placed on hand washing and sanitising amongst staff and children alike. Every day begins with washing hands.
  • Easy access to sanitiser and disposable gloves . Hand cream for dry hands
  • All towels removed and paper towels in their place
  • Children have lunch/refreshments in Frostheimar which we provide
  • Children that show cold or flu symptoms are kept at home until symptoms have passed
  • Parents pay close attention to prevention and don‘t come if they have cold or flu symptoms
  • Parents walk no further into Frostheimar than the in the entrance and a member of staff will collect the child.
  • Parents maintain a 2 metre distance between themselves and other parents /staff in the cloakroom
  • Parents are asked to adhere to the strictest hygiene in regards to their child‘s clothing. Both indoor and outdoor clothing
  • All of the children‘s clothing shall be taken home daily to make cleaning and sanitising areas easier
  • We expect children to be outdoors at the end of the day to make collections easier and avoid queues in the cloakroom
  • All sports training cancelled until at least 23rd March
  • No coach service
  • Children are not accompanied to training as long as this is in place as we cannot guarantee our instruction to mix in groups there
  • Children may not bring toys from home as long as the situation is as it is.
  • Parents are asked to clean their child‘s phone well and make clear that the phone is to stay in their bag whilst they are with us
  • Should we need to cut our service then there will be no charge for those days that children do not come to us
  • If a child is set in isolation/quarantine by the health authorities then there will be no charge for food and service during this time if we are given an official confirmation

If you have any questions or good suggestions for anything that has been overlooked then please do drop us a line. It‘s important for us to know if your child won‘t be attending on these days as it will ease organisational work.

If we all work together and follow these instructions we will be doing our best to protect both staff and children and ensure service.

With best regards and in the hope that we solve this project with a strong, clear group effort. Dórothea and Heba.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt