Viðhorfskönnun starfsmanna 2018

 í flokknum: 105

Í febrúar lagði Reykjavíkurborg fyrir viðhorfskönnun meðal starfsmanna. Í Tjörninni voru það 116 starfsmenn sem að svöruðu könnuninni. Könnunin er mikilvægt fyrir stjórnendur og starfsmenn til að fá innsýn  í starfsmannaumhverfið. Markmið könnunarinnar er að kanna líðan starfsmanna og viðhorf til starfsumhverfisins og eru niðurstöður hennar eru nýttar til umbóta.

Niðurstöður viðhorfskönnunar starfsmanna félagsmiðstöðvarinnar 105 koma virkilega vel út. Starfsánægja og starfsandi koma sérstaklega vel út og benda til þess að starfsmönnum líði vel í starfi. Auk þess benda niðurstöður til þess að starfsmenn eru stoltir af starfi sínu og vinnustað sem er mikið gleðiefni. Þeir þættir sem koma hvað best út úr niðurstöðum snúa að fræðslu, þjálfun, jafnrétti og jafnræði. Niðurstöður gefa til kynna að bæta þurfi bæði starfsaðstöðu og vinnuálag. En nú þegar hafa stjórnendur lagt til umbótaaðgerðir til að bæta þessa þætti.

Að lokum má nefna að Tjörnin Frístundamiðstöð var valin fyrirmyndarstofnun árið 2018 út frá niðurstöðum á vinnustaðakönnuninni „Stofnun ársins, borg og bær“. Ánægja og stolt, góð ímynd, jafnrétti, góð stjórnun og góður starfsandi einkenna starfið. Bæta þarf launakjör og vinnuskilyrði.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt