Home » Valsvæði og daglegt starf

Daglegt starf Skýjaborga er uppbyggt á eftirfarandi vegu:

13.40  – Skýjaborgir taka við börnunum af skólanum. Dagurinn byrjar á hressingu, en eftir hana velja börnin sér svæði fyrir daginn og fara með töskurnar sínar í Skýjaborgir.

Eftir að börnin hafa valið sér svæði fara allir í útiveru. Útiveran er mis löng eftir veðri og aðstæðum, en kallað er inn í valið að henni lokinni. Þá safnast börnin saman á þeim svæðum sem þau hafa valið.

16.00 – Ávaxtastund / Val klárast. Eftir frágang fara börn að valtöflu á fyrstu hæð og skipta á viðeigandi svæði. Þau sem völdu innisvæði yfir daginn fara í smá útiveru. Þau börn sem voru úti í valinu mega koma inn á fyrstu hæð og leika þar. Boðið er upp á ávexti bæði inni og úti.

16.30 – Þeim börnum sem eftir eru er frjálst að koma inn á fyrstu hæð. Oftar en ekki er danspartý á þessum tíma dags.

17.00 – Skýjaborgir loka.

 

The daily program at Skýjaborgir is as follows:

13.40 – Children arrive at Skýjaborgir. We all have a snack and choose the area they would like to spend time in that day. The children take their bags over to Skýjaborgir and head outside for playtime. Outdoor playtime varies in length factoring in weather. The kids are called in when their areas of choice open and they gather where they have chosen to spend their day.

16.00 – Fruit snack / play areas close. After clean up the kids go to the sign-out board and move their picture to the appropriate area. The kids who have been playing inside get some fresh air, while the kids who chose to play outside during the day can come to the first floor. Fruit is offered both inside and outside.

16.30 – Everyone is allowed back inside, but only the first floor is used during this time. Most days we end they day with a dance party.

17.00 – Skýjaborgir closes.

 

 

Valsvæði / Play areas:

Fyrsta hæð – Fyrsta hæðin er hjartarými Skýjaborga. Gengið er inn í húsið á fyrstu hæð og eru börnin með fatahengi við inngang. Valtafla Skýjaborga er einnig geymd á fyrstu hæð og börnin skrá sig út á henni í lok dags.

Leikrýmin á fyrstu hæð eru tvískipt. Annars vegar er Lego-hornið, þar sem Lego er geymt eins og gefur að skilja, en einnig trékubbar, Kapla kubbar og bílabrautir. Hinn hluti leikrýmisins er ætlaður fyrir rólegri leik, en þar eru spil, kúlubrautir, bækur og litir. Í lok dags er iðulega danspartý í þessu rými.

First floor – The first floor of Skýjaborgir is the center of all activity. The enterance to Skýjaborgir is on the first floor, along with the coatroom and the sign-out board.

The play areas on the first floor are at either side of the house. The first is the Lego-room, where kids can build with legos, wooden blocks and car lanes. On the other side of the first floor we have a more relaxed area, with board games, colors, books and marble tracks.

Önnur hæð – Á annarri hæð fær ímyndunaraflið að ráða för. Rýmið á annarri hæð er tvískipt – annars vegar er dótakrókur, þar sem allskyns leikföng eru geymd fyrir frjálsan leik, og hinsvegar er búninga- og leikhúsrými, þar sem hægt er að fara í ímyndunarleik, klæða sig upp í allskyns múnderingar og setja upp leiksýningar á sviðinu.

Second floor – On this floor the children‘s imagination roams free. The floor is divided into two areas, the toy nook, where free play is king, and the costume corner, where kids can dress up and put up plays and shows on the stage.

Kjallari – Í kjallaranum er listasmiðja Skýjaborga. Hér klippum við og límum, málum og perlum. Í boði eru skipulagðar listasmiðjur með fyrirfram ákveðnum markmiðum, en líka frjálsir dagar sem við nýtum í að föndra það sem okkur dettur í hug. Á tyllidögum er svo aldrei að vita nema boðið sé upp á andlitsmálningu.

Basement – Our arts and crafts area is in the basement. Here we do cut outs, painting and crafts. We offer organized arts and crafts clubs with pre-set goals but also free days where the kids decide what their project will be. On special occasions we sometimes offer face paint.

Útivera – Í vali er í boði að velja útiveru ef veður leyfir. Útivera fer yfirleitt fram á skólalóð Vesturbæjarskóla, en hún er líka nýtt í rassaþotuferðir á veturna, en á vorin og haustin þegar veðrið leikur við okkur er stundum farið í rólóferðir eða göngutúra að tjörninni þar sem afgangar úr hressingu eru nýttir sem andafóður.

Outside areas – If the weather is kind to us we offer outside play. The time outdoors is usually spent on the school grounds, but we sometimes go on short trips around the neighbourhood.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt