Unglingarnir í 105, feminismi og L Ú S

 í flokknum: 105, Birta á forsíðu

Þá er liðinn sá mánuður sem margir myndu kalla lengsta mánuð ársins. Febrúar genginn í garð með tilheyrandi birtu og hækkandi sól!

Janúar færði okkur þó þær gleðifregnir að Félagsmiðstöðin 105 hlaut þrenna þróunarstyrki frá skóla- og frístundaráði.
Styrkur var veittur fyrir áframhaldandi fræðslustarfi Feministafélagsins. Svo Feministatíkurnar komast aftur á kreik, vonandi með fullt af nýliðum í fræðsluteyminu!
Einnig fékkst styrkur fyrir samstarfsverkefni Feministafélagsins og Druslugöngunnar fyrir viðburðinum Yung Sluts, sem er viðburður sem haldinn er vikuna fyrir gönguna sjálfa. Þar geta ungmenni og fjölskyldufólk komið og kynnt sér málstaðinn og verslað varning fyrir gönguna.
Nýr viðburður er á döfinni hjá Feministafélaginu, en þau hlutu styrk fyrir því að halda stórfund Feministafélaga á Íslandi sem mun bera nafnið Femminn.
Einstaklega spennandi tímar framundan hjá Feministafélagi 105 !

Í febrúar var áætlað að fara með níundu og tíundu bekkina í skíðaferð til Dalvíkur, en henni þurfti því miður að aflýsa sökum dræmrar þátttöku.
Hugað er að því að fara í dagsferð í Bláfjöll í næsta mánuði í staðinn og bjóða þá öllu unglingastigi að taka þátt.

Í bígerð er hópastarf fyrir félagslega einangraða stráka í Háteigsskóla að bón nokkurra foreldra sem farnir voru að hafa áhyggjur af sínum drengjum. Hópastarfið er samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar og skólans og vil ég biðla til ykkar að hafa samband við mig ef þið hafið einhverjar áhyggjur af krökkunum ykkar.
Ef vel gengur er líklegt að svipað fyrirkomulag verði sett upp fyrir stelpuhóp.

Í þessum mánuði var smá tilraunastarf við dagskrágerð í þeim tilgangi að reyna auka þátttöku allra í dagskrágerð félagsmiðstöðvarinnar og í fyrstu virðist það hafa farið mjög vel, mjög spennandi og skemmtileg dagskrá framundan í febrúar!
Mikið hefur verið um LÚS á unglingastigi og viljum við taka undir með skólahjúkrunarfræðing og biðja ykkur um að K E M B A !

XOXO

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt