Unglingarnir hafa haft nógu að snúast í sumarstarfinu

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Unglingarnir í félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar hafa haft í nógu að snúast í sumarstarfinu. Félagsmiðstöðvarnar bjóða upp á fimm opnanir í viku víðsvegar um hverfið fyrir unglingana í sumar, ýmist á daginn eða kvöldin og skipulögðu unglingarnir sjálf dagskrá sumarsins.

Það sem af er sumri hafa unglingarnir meðal annars skellt sér í vatnsbyssustríð og Bubblubolta, sund, útileiki og kubb, grillað sykurpúða í Öskjuhlíð, farið í trampólíngarð, horft saman á HM og búið til sushi. Dagskráin framundan er svo ekki af verri endanum en unglingarnir stefna á að skemmta sér saman í leikjum í Hljómskálagarðinum, bæjarferð, lasertag, fáránleikum í Nauthólsvík og grillpartýi. Ekki nóg með það heldur fer senn að líða að hinni árlegu útilegu sem slær alltaf í gegn en skráning í hana er í fullum gangi á sumar.fristund.is


Félagsmiðstöðvarnar sendu dagskrá sumarsins á foreldra og forsjáraðila í gegnum Mentor í byrjun sumars. Einnig auglýsa félagsmiðstöðvarnar dagskrána beint til unglinganna daglega gegnum samfélagsmiðla í sumar og setja einnig reglulega upplýsingar inn á foreldrasíður félagsmiðstöðvanna á facebook. Endilega fylgist með!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt