Félagsmiðstöðin Gleðibankinn

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk.

Félagsmiðstöðin vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Hlíðaskóla. Einnig er áhersla lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu. Félagsmiðstöðin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér starfsemi okkar. Félagsmiðstöðin er staðsett í Hlíðaskóla. 

Forstöðumaður Gleðibankanns er Birgir Lúðvíksson. 

Starfsmenn

Starfsmenn

 • Ivana E Carranza Barralaga
  Ivana E Carranza Barralaga Frístundaleiðbeinandi
  • Jón Steinar Ágústsson
   Jón Steinar Ágústsson Frístundaráðgjafi
   • Anna Margrét Káradóttir
    Anna Margrét Káradóttir Frístundaráðgjafi
    • Birgir Lúðvíksson
     Birgir Lúðvíksson Forstöðumaður
    Leiðarljós og gildi

    Markmið félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankanns er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.

    Aðgerðaráætlun
    Nemendaráð

    Nemendaráð

    Sameiginlegt Nemendaráð félgasmiðstöðvarinnar Gleðibankanns og Hlíðaskóla er starfrækt hvert skólaár undir handleiðslu forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar og félagsstarfskennara í skólanum. Nemendaráðið er valfag í stundatöflu, fundað er einu sinni í viku og einnig þegar þörf er á. Í nemendaráði Hlíðaskóla og Gleðibankans er mikil áhersla lög á unglingalýðræði og fá nemendaráðsmeðlimir mikið svigrúm, traust og frelsi til að sinna félagslegum þáttum innan veggja skólans.

    Opnunartímar

     5.-6. bekkur

    miðvikudagar kl. 15:45-17:00

    7. bekkur

    miðvikudagar kl. 17:00-18:45

    8.-10. bekkur

     Mánudagar: 19:30-22:00
    Þriðjudagar: 14:30-17:00
    Miðvikudagar: 19:30-22:00
    Föstudagar (annar hver): 19:30-22:00

    Contact Us

    We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

    Not readable? Change text.