Félagsmiðstöðin Frosti

Félagsmiðstöðin Frosti er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af frístundamiðstöðinni Tjörninni. Frosti þjónustar börn og unglinga í 5.-10.bekk í Hagaskóla, Landakotsskóla, Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Áhersla er lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu en félagsmiðstöðin heldur úti upplýsingasíðu á Facebook og sendir auk þess reglulega út fréttabréf til foreldra og forráðamanna í gegnum Mentor.

Félagsmiðstöðin er á tveimur stöðum. Starfið fyrir 5.-7.bekkinga fer fram í húsnæði Tjarnarinnar, Frostaskjóli 2 (sama húsi og KR). Starfið fyrir 8.-10.bekk fer að mestu fram aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar í kjallara Hagaskóla. 
Forstöðumaður Frosta er Andrea Marel og aðstoðarforstöðumenn eru Stefán Gunnar og Eva Halldóra.
Hægt er að hafa samband við Frosta í gegnum netfangið
andrea.marel@reykjavik.is og í síma 695-5057.

Starfsmenn

Starfsmenn

 • Ína Högnadóttir
  Ína Högnadóttir Frístundaleiðbeinandi
  • Þórður Jörundsson
   Þórður Jörundsson Frístundaleiðbeinandi
   • Sævar Steinn Guðmundsson
    Sævar Steinn Guðmundsson Frístundaleiðbeinandi
    • Lilja Ósk Magnúsdóttir
     Lilja Ósk Magnúsdóttir Frístundaráðgjafi
     • Kristín Björk Smáradóttir
      Kristín Björk Smáradóttir Frístundaleiðbeinandi
      • Kolbeinn Ari Hauksson
       Kolbeinn Ari Hauksson Frístundaleiðbeinandi
       • Benedikt Aron Guðnason
        Benedikt Aron Guðnason Frístundaleiðbeinandi
        • Stefán Gunnar Sigurðsson
         Stefán Gunnar Sigurðsson Aðstoðarforstöðumaður
        • Eva Halldóra Guðmundsdóttir
         Eva Halldóra Guðmundsdóttir Aðstoðarforstöðukona
        • Andrea Marel Þorsteinsdóttir
         Andrea Marel Þorsteinsdóttir Forstöðukona
        Leiðarljós og gildi

        Markmið

        Markmið félagsmiðstöðvarinnar Frosta er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.

        Nemendaráð

        Nemendaráð

        Sameiginlegt nemendaráð félagsmiðstöðvarinnar Frosta og Hagaskóla er starfrækt hvert skólaár undir handleiðslu forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar og félagsstarfskennara í skólanum.  Fulltrúar nemenda í 8.- 10.bekk eru kosnir í byrjun skólaársins og halda þeir meðal annars utan um viðburði í skólanum og félagsmiðstöðinni í hverjum mánuði.

        Opnunartímar

         5. bekkur

        miðvikudagar kl. 17:00-18:30

         6. bekkur

        þriðjudagar 17:00-18:30

        7. bekkur

        fimmtudagar 17:00-18:30

        8.-10. bekkur

         Mánudagar: 14:00-16:30 og 19:30-22:00
        Þriðjudagar: 19:30-22:00 (bara 10. bekkur)
        Miðvikudagar: 19:30-22:00
        Föstudagar: 19:30-22:00

        Contact Us

        We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

        Not readable? Change text.