Félagsmiðstöðin 100og1

Félagsmiðstöðin 100og1 er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk.

Félagsmiðstöðin vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Austurbæjarskóla. Einnig er áhersla lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu. Félagsmiðstöðin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér starfsemi okkar.

Starfsmenn

Starfsmenn

 • Viktor Birgisson
  Viktor Birgisson frístundaleiðbeinandi
  • Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson
   Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson  frístundaleiðbeinandi
   • Hrefna Þórarinsdóttir
    Hrefna Þórarinsdóttir frístundaráðgjafi
    • Friðmey Jónsdóttir
     Friðmey Jónsdóttir Forstöðukona
     Leiðarljós og gildi

     Markmið félagsmiðstöðvarinnar 100og1 er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.

     Aðgerðaráætlun

     Aðgerðaráætlun félagsmiðstöðvarinnar 100og1

     Heiti verkefnis:   Rabbkvöld foreldra

     Lýsing verkefnis:  Opið kvöld fyrir foreldra í unglingadeildinni þar sem við bjóðum upp á vettvang til þess að ræða málefni sem varðar ungmenni.  T.d eins og hvað við gerum í félagsmiðstöðinni.  kynna okkur sem starfsfólk og sýna mannlegu hliðina á okkur öllum.  Ræða samfélagsmiðla út frá sýn unglinga og bjóða upp á „tabú“spjall fyrir foreldrana.

     Markmið: Opna félagsmiðstöðina fyrir foreldrum. Efla samskipti og samstarf. 

     Umbótaþáttur:  Foreldrasamstarf

     Tímaáætlun: Janúar- febrúar

     Ábyrgðarmaður: Friðmey Jónsdóttir hefur yfirumsjón

     Heiti verkefnis:  Dagskráðgerð.

     Lýsing verkefnis: Dagskrágerðarkvöld í félagsmiðstöðinni  

     Markmið:  Að dagskráin verði skipulögð af öllum þeim sem sækja félagsmistöðina og hafa áhuga á að skipuleggja dagskrána.  Nær til víðari hóps og fjölreyttari viðburðir.
     Stream-a dagskrána live þannig að þeir sem geta ekki mætt í félagsmiðstöðina af einhverjum ástæðum fái tækifæri til þess að hafa áhrif með því að commenta á fb. Hægt að hafa áhrif fram á miðnæti.

     Umbótaþáttur:  Lýðræði

     Tímaáætlun: Allt árið.

     Ábyrgðarmaður: Friðmey Jónsdóttir hefur yfirumsjón

     Heiti verkefnis:  Fundarfyrirkomulag í nefndum

     Lýsing verkefnis:  Fundir með nefndum sett í fastara form og umsjónarmaður hverrar nefndar býr til fundargerð fyrir hvern fund.

     Markmið: Að krakkarnir læri fundarstjórn og hvernig lýðræði virkar.

     Umbótaþáttur: Lýðræði

     Tímaáætlun: Allt árið.

     Ábyrgðarmaður: allir starfsmenn

     Heiti verkefnis:  Kortlagning hópsins

     Lýsing verkefnis:  Kortleggja andlega og félagslega stöðu og líðan ungmenna í 100og1.

     Markmið:  Að starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar þekki hópinn sem til þeirra sækir og viti um líðan þeirra og félagslega stöðu.  Umræða tekin á starfsmannafundum hvernig vikurnar hafa gengið, hvort þau hafa tekið eftir breyttri hegðun hjá einhverjum ákveðnum einstakling ofl.

     Umbótaþáttur: Lýðheilsa

     Tímaáætlun: Allt árið.

     Ábyrgðarmaður: Allir starfsmenn

     Heiti verkefnis: Lýðheilsa

     Lýsing verkefnis:  Bjóða upp á hollari meðlæti í félagsmiðstöðinni, vera oftar með un-pluged viðburði. Bæta lýsingu þannig hún sé meira „kósý“ og minna stressumhverfi.   

     Markmið: Að allir upplifi félagsmiðstöðina sem rólegt og öruggt umhverfi. Home away from home vibe.

     Umbótaþáttur: Lýðheilsa

     Tímaáætlun: Allt árið.

     Ábyrgðarmaður: Allir starfsmenn

     Nemendaráð

     Nemendaráð

     Sameiginlegt Nemendaráð félgasmiðstöðvarinnar 100og1 og Austurbæjarskóla er starfrækt hvert skólaár undir handleiðslu forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar og félagsstarfskennara í skólanum.  Fulltrúar nemenda í 8.- 10.bekk eru kosnir í byrjun skólaársins og sem sjá þeir meðal annars um að búa til dagskrá og halda utan um viðburði í félagsmiðstöðinni í hverjum mánuði.

     Opnunartímar

      5.-6. bekkur

     mánudagar kl. 15:30-17:00

     7. bekkur

     miðvikudagar kl. 16:30-18:30

     8.-10. bekkur

      Mánudagar: 19:30-22:00
     Þriðjudagar: 14:30-16:30
     Miðvikudagar: 19:30-22:00
     Föstudagar (annar hver): 19:30-22:00

     Contact Us

     We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

     Not readable? Change text.