Forsíða / Tjörnin – unglingasvið (10-17 ára)

100og1 fer á svið!

100og1 siglir af stað í leikhús ferðalag! 100og1 í samstarfi við Austurbæjarskóla ætlar að setja upp sýningu í apríl. Níels Thibaud Girerd mun koma inn í verkefnið sem leikstjóri og kapteinn [...]

UM UNGLINGASVIÐ

Frístundamiðstöðin Tjörnin rekur sex félagsmiðstöðvar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum.

  • 100og1 fyrir börn og unglinga í Austurbæjarskóla. Félagsmiðstöðin hefur aðsetur í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla.
  • 105 fyrir börn og unglinga í Háteigsskóla. Félagsmiðstöðin hefur aðsetur í húsnæði Háteigsskóla.
  • Frosti fyrir börn og unglinga í Hagaskóla, Grandaskóla, Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Landakotsskóla. Félagsmiðstöðin hefur aðsetur í húsnæði frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík.
  • Gleðibankinn fyrir börn og unglinga í Hlíðaskóla. Félagsmiðstöðin hefur aðsetur í húsnæði Hlíðaskóla.
  • Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ’78 og Tjarnarinnar fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt. Félagsmiðstöðin er staðsett í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla.

Forstöðumaður yfir hverri félagsmiðstöð ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd starfsins. Sjá má nánari upplýsingar um hverja félagsmiðstöð, opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar, dagskrá og fleira með því að smella á nafn hennar.

Frístundamiðstöðin Tjörnin heldur einnig utan um Ungmennaráð Vesturbæjar, Miðborgar & Hlíða.

Frístundamiðstöðin Tjörnin er hluti af samstarfsverkefninu Fróðir foreldrar.

Félagsmiðstöðvar hafa þríþætt uppeldisgildi; forvörn, menntun og afþreyingu. Lögð er áhersla á að vinna með sjálfsmyndumhyggjufélagsfærni og virka þátttöku. Einkum er notast við aðferðir reynslunáms með óformlegum leiðum; að draga lærdóm með því að upplifa, ígrunda og yfirfæra.

…..

Andrea Marel, deildarstjóri unglingasviðs hefur aðalumsjón með starfsemi félagsmiðstöðva Tjarnarinnar. Hafa má samband í gegnum tölvupóst andrea@rvkfri.is

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt