Sumastarf Tjarnarinnar 2019!

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hofið

Eins og undanfarin ár verður frístundamiðstöðin Tjörnin með æsispennandi sumarstarf í boði fyrir aldurinn 10-16 ára.

Starfið hefst þann 11.júní og verður úr nægu að velja. Í 10-12 ára starfinu verður bæði hægt að velja úr stökum smiðjum sem og vikulöngum námskeiðum. Smiðjurnar og námskeiðin eru jafn mismunandi og þau eru mörg og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í lok sumars verður farið í skemmtilega ferð á Akranes þar sem að meðal annars verður farið í Guðlaugu. Skráning í smiðjurnar og námskeiðin hefst þann 15.maí á sumar.fristund.is. Nákvæmar tímasetningar fyrir smiðjur og námskeið verða auglýstar síðar.

Hjá unglingunum verða tvær svokallandi fljótandi félagsmiðstöðvar, önnur í Miðborg og Hlíðum og hin í Vesturbænum. Auglýst verður á samfélagsmiðlum félagsmiðstöðvanna hvar þær verða hverju sinni og hvað verður í boði. Rúsínan í pylsuendanum er svo útilegan sem að farið verður í lok sumars og gist þar í eina nótt.

Það verður því nóg um að vera hjá okkur í Tjörninni og við hlökkum til að sjá ykkur í sumar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt