Sumarið í Frosta

 í flokknum: Birta á forsíðu, Frosti

Nú er vetrarstarfið í Frosta búið og viljum við bjóða öllum nemendum Hagaskóla velkomna í sumarfrí, þið eruð flott! Frosti ætlar þó ekki að fara í sumarfrí en það verður opið í Frosta í sumar frá 8.júní-8.júlí fyrir alla nemendur sem voru í Hagaskóla í vetur. Þeir sem voru að klára 10. bekk geta því haldið áfram að mæta í Frosta í sumar. Þrjú kvöld í viku verður opið en þessi kvöld eru mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöld frá 19:30-22:00. Einnig verða dagopnanir sem verða með ákveðnu klúbba sniði og verða fjórir klúbbar starfandi í sumar sem verða á mánudögum og föstudögum frá 16:30-18:30. Klúbbarnir eru Matarklúbburinn „Heimshorna á milli“, Sundferðaklúbbur, Sjálfið – workshop og Bóka- og Bakstursklúbbur. Einnig verður farið í útilegu miðvikudaginn 8.júlí sem við hlökkum mikið til. Ljóst er að eitthvað verður fyrir alla í sumar!

7. bekkur í Frosta

Sérstakar opnanir verða í Frosta fyrir alla sem voru að klára 7. bekk í vor. Þessar opnanir verða á miðvikudögum í sumar frá 16:30-18:30. Tilvalið tækifæri fyrir 7. bekkinga að hitta tilvonandi skólasystkin í Frosta og kynnast öllu því sem gengur á í unglingastarfi Frosta áður en þau byrja í Hagaskóla. „Það verður líf og fjör í Frosta fyrir 7. bekk í sumar og kjörið tækifæri til þess að kynnast starfsfólki Frosta fyrir komandi átök í 8. bekk.“ Þetta segir Stefán Gunnar, forstöðumaður Frosta en hann er gríðarlega spenntur fyrir því að fá 7. bekk inn í Frosta enda flottur árgangur þar á ferð.

Opnunartímar Frosta í sumar

Mánudagur Miðvikudagur Föstudagur
Klúbbar

16:30-18:30

7. bekkur

16:30-18:30

Klúbbar

16:30-18:30

19:30-22:00 19:30-22:00 19:30-22:00

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt