Starfsáætlun Tjarnarinnar 2018-2019 er nú aðgengileg á heimasíðu Tjarnarinnar!

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Frosti, Gleðibankinn, Halastjarnan, Hofið, Selið, Skýjaborgir, Undraland

Framundan er spennandi starfsár hjá frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar en nú munum við hefja innleiðingu á nýrri stefnu í frístundaþjónustu í Reykjavík ásamt því að ný stefna í menntamálum verðum innleidd á árinu.

Framtíðarsýn nýrrar menntastefnu er að láta draumana rætast. Að á hverju degi upplifi öll börn og unglingar ævintýri og komi heim úr skóla- og frístundastarfi ánægð, hugsandi, forvitin, full ástríðu og vilja til að afla sér þekkingar og hafa áhrif. Þannig stuðli skóla- og frístundastarf Reykjavíkurborgar að því að börn og unglingar verði leiðtogar í eigin lífi og fær um að láta drauma sína rætast.

Menntastefnan og starf frístundamiðstöðvarinnar á að endaspegla grunngildi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega geti til að búa börn og unglinga undir lífið.

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér starfsáætlun Tjarnarinnar á heimsíðu okkar

https://tjornin.is/wp-content/uploads/sites/12/2018/10/starfsaaetlun_tjarnarinnar_2018-2019.pdf

Við vinnum líka með myndræna starfsáætlun þar sem helstu áhersluþættir starfsins koma fram en reynsla hefur kennt okkur að starfsáætlun þarf að vera aðgengileg fyrir börn, unglinga, foreldar og starfsmenn. Þess vegna hangir áætlunin uppi á öllum starfsstöðvum Tjarnarinnar.

Látum draumana rætast J

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt