Skíðaferð Frosta 2019

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti

    Föstudaginn 15. febrúar héldum við í árlega skíðaferð með 9. og 10. bekk. Við lögðum af stað frá Reykjavík snemma á föstudagsmorgni og vorum mætt í fjallið kl. 15.00. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og var stuð og stemmning í rútunni! Á Akureyri var sól og blíða og mjög gott færi í Hlíðarfjalli. Krakkarnir skíðuðu og brettuðu eins og vindurinn þangað til að fjallið lokaði og var þá haldið í Rósenborg, þar sem við gistum. Samfélagssvið Akureyrar hefur aðsetur í Rósenborg og gistum við í félagsmiðstöðinni þar í mjög snyrtilegri og þægilegri aðstöðu. Eftir að hafa komið sér fyrir þar fengu krakkarnir lausan tíma til 22.00 sem flestir nýttu í að fara í sundlaugina, sem var í göngufæri, kaupa sér kvöldmat og rölta um bæinn. Þegar krakkarnir skiluðu sér aftur í hús var kvöldvaka þar sem farið var í nokkra leiki, spilað og slappað af til miðnættis, en þá átti að vera komin ró í herbergin. Á laugardagsmorgni var ræs snemma og vorum við rösk að ganga frá til að nýta allan tíma sem gafst í fjallinu. Tiltektin gekk vel fyrir sig og vorum við mætt í  Hlíðarfjall rétt eftir opnun. Þá var enn og aftur skíðað og brettað í ótrúlega fallegu veðri. Báða dagana höfðum við aðgang að nestiskála þar sem þau gátu stoppað og hvílt sig milli ferða og fengið sér samlokur, kex, kleinur og svala. Við renndum okkur í fjallinu til að verða tvö en þá var haldið á Greifann þar sem beið okkar hlaðborð og þaðan var haldið heim, með stoppi í Staðarskála.

Ferðin gekk ótrúlega vel fyrir sig og voru krakkarnir okkar til fyrirmyndar! Þau komu öll vel fram, bæði hvort við annað og við aðra gesti fjallsins og skemmtum við okkur konunglega! Við starfsfólkið erum stolt af þessu flotta unga fólki og erum strax farin að hlakka til næstu ferðar með þessum snillingum!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt