Skíðaferð 105, 100og1 og Gleðibankans

 í flokknum: 105

Föstudaginn 15.febrúar héldu félagsmiðstöðvarnar 100og1, 105 og Gleðibankinn af stað í skíðaferð til Dalvíkur með 100 unglinga. Dalvík tók vel á móti okkur og var varla hægt að biðja um betra skíðaveður. Eftir góðan dag í fjallinu var förinni heitið í Dalvíkurskóla þar sem að borðað var pizzur. Seinna um kvöldið var haldin heljarinnar kvöldvaka áður en að allir drifu sig í háttinn, enda langur dagur í fjallinu framundan. Á laugardeginum vöknuðu allir eldsnemma og skelltu sér aftur í fjallið áður en haldið var heim á leið. Ferðin var gríðarlega vel heppnuð í alla staði og viljum við þakka öllum sem komu með kærlega fyrir frábæra skíðaferð. 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt