Rafrænar félagsmiðstöðvar fyrir 13-16 ára vikuna 27.-30.apríl

 í flokknum: Birta á forsíðu

Við í félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar erum alveg að tryllast úr spennu að hitta unglingana okkar. En til að hafa stjórn á spennunni hafa félagsmiðstöðvarnar búið til geggjaðar dagskrár fyrir þessa síðustu viku rafrænna félagsmiðstöðva.

Félagsmiðstöðin 105 í Háteigsskóla heldur áfram að bjóða upp á geggjaðar spurningakeppnir og þrautir sem reyna á skynfærin og gáfur keppenda. Einnig verður spennandi að sjá hvernig master chef, núðluedition tekst til hjá þeim. Enda miklir sælkerar sem vinna í 105.

Félagsmiðstöðin 100&1 í Austurbæjarskóla byrjaði vikuna með stórskemmtilegu 100&1 GYM með Svönu og Sjölla. Þau Svana og Sjölli ættu að fá medalíu fyrir dugnað sinn! Svo eru fastir liðir eins og venjulega eins og podkast vikunnar, zoom partý og fortnite stream. Alveg hreint æðisleg dagskrá!

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn í Hlíðaskóla buðu upp á dásamlegt table quiz á mánudaginn. Þar sem mikil tæknitröll vinna í Gleðibankanum bjuggu þau til tik tok myndbönd til að stytta unglingunum stundir. Það er alltaf gaman að fylgjast með Gleðibankanum.

Félagsmiðstöðin Frosti í Vesturbænum var með stórskemmtilegt bingó á netinu síðastliðinn mánudag. En leikur grunur á að fólk sé spenntast fyrir bökunarpartýinu í dag kl. 14. Svo mikið er víst að þau í Frosta kunna að baka meira en vandræði.

Við vonum að allir njóti með okkur þessa vikuna en getum svo sannarlega sagt að við erum þakklát að fá loksins að hitta unglingana í næstu viku.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt