Rafrænar félagsmiðstöðvar fyrir 13-16 ára vikuna 20.-24.apríl

 í flokknum: Birta á forsíðu

Unglingarnir hafa verið rosalega duglegir í að taka þátt í viðburðum félagsmiðstöðvanna á samfélagsmiðlum. Gaman hefur verið að sjá að félagsmiðstöðvastarfið hefur haldið áfram að blómstra þrátt fyrir samkomubann og gleður það okkur hvað unglingarnir hafa tekið vel í þessar breytingar. Þessa vikuna er að finna hina ýmsu forvitinlegu viðburði ásamt góðu afþreygingarefni fyrir unglinga.

Félagsmiðstöðin 105 í Háteigsskóla var með tónlistargetraunina það var lagið og tókst vel til. Forvitnilegt verður hvort ógeðisdrykkurinn næsta miðvikudag renni jafn vel niður og ljúfu tónar mánudagsins. Starfsfólkið hættir sér út fyrir þægindaramman og mögulega þolmörkin sín þegar þau smakka á ógeðisdrykkjum og tekin eru upp viðbrögð þeirra við góðgætinu.

Félagsmiðstöðin 100&1 í Austurbæjarskóla gaf út nýjan hlaðvarpsþátt í dag og hvetjum við alla til að hlusta. Jessý í (S)tuði er karakter sem hefur vakið virkilega mikla kátínu vegna einstaklega skítlegs viðmóts og þörf til að kvarta yfir einu og öllu. Starfsfólkið í 100&1 kann að gera gott úr öllu.

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn í Hlíðaskóla heldur áfram að gera glæsilegar spurningakeppnir og getraunir fyrir samfélagsmiðlana. Á föstudaginn mun starfsfólkið prufa sig í samsetningu matar sem manni myndi ekkert endilega detta í hug að blanda saman. Lítíll fugl hvíslaði að mér að gúrka og tómatsósa yrði borið fram sem fyrsti tapas réttur kvöldsins.

Félagsmiðstöðin Frosti í Vesturbænum hefur alltaf nóg að gera. Ásamt því að vera búin að spila tölvuleiki saman á mánudaginn og hittast og spila spil saman í gegnum internetið munu þau baka saman á miðvikudaginn líka. Það verður ekki af þeim tekið í Frosta hvað þau eru skemmtileg, skapandi og einstakir sælkerar. Spennandi að sjá hvað verður á matseðlinum.

Við erum spennt fyrir þessari viku og hlökkum til að sjá hvernig viðburðirnir takast til.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt