Rafrænar félagsmiðstöðvar fyrir 10-12 ára 20.-24.apríl

 í flokknum: Birta á forsíðu

Ekki er langt eftir af samkomubanninu en félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar halda ótrauðar áfram að gera æðislegar skemmtidagskrár fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. Þessa vikuna eru dagskrárliðirnir ansi fjölbreyttir og virkilega skemmtilegir að vanda. Hér má skoða dagskrár vikunnar hjá félagsmiðstöðvunum.

Félagsmiðstöðin 105 í Háteigsskóla hvetur krakkana til að halda karaoke kvöld heima hjá sér. Youtube er með ógrynni af góðum karaoke lögum og um að gera fyrir fjölskylduna að syngja fyrir hvort annað. Hér er slóðin á dagskránna: https://padlet.com/hundradogfimm/jeefk71kb56z

Félagsmiðstöðin 100&1 í Austurbæjarskóla er með umhverfissjónarmiðin á hreinu og mæla með því að krakkarnir vindi sér út og fari að plokka og flokka. Virkilega góður dagskrárliður sem nærir líkama, sál og jörðina. Hér er slóðin á dagskránna: https://padlet.com/100ogeinn/l2bl46uo26z0ilrn

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn í Hlíðaskóla er með dásamlega listaverkaáskorun. Starfsfólkið hvetur krakkana til að endurgera listaverk með fjölskyldum sínum. Hún felst í því að velja sér þrjá hluti til að endurgera sitt uppáhalds listaverk. Hér er slóðin á dagskránna: https://padlet.com/gledibankifelagsmidstod/u1fv0pgb2ike?fbclid=IwAR3rw1yMqlcjIwmh0KcUQtVeYySHMvfUuC_AmwZdYESkF9PQukGS-w37Lzc

Félagsmiðstöðin Frosti í Vesturbænum er með ansi skemmtilegt orðarugl ásamt öðrum góðum dagskrárliðum. Orðarugl er virkilega gott til að æfa minni, einbeitingu, orðaforða ásamt því að vera æðislega skemmtileg. Hér er slóðin á dagskránna: https://sway.office.com/ebPrIQzNqlHg8vo2?ref=Link&fbclid=IwAR1zWYTlgbOrlWhwrfxhGEBfGv1va2ZoX-PPcU-mp3hRxdrSidQRebRoQA4

Frábærar dagskrár í alla staði og við vonum að þið njótið þeirra í botn eins og við!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt