Nýsköpun og framsækni í Tjörninni – Úthlutun þróunarstyrks skóla- og frístundasviðs 2018

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hofið, Selið, Skýjaborgir

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í dag að veita 45 þróunarverkefnum í skóla- og frístundastarfi styrki fyrir andvirði 40 milljóna króna.

Áherslur þróunarstyrkja að þessu voru í samræmi við áhersluþætti sem fram komu í víðtæku samráði við mótun nýrrar menntastefnu borgarinnar:

  • Félagsfærni – sýna samfélagslega ábyrgð og virkni
  • Sjálfsefling – hafa sterka sjálfsmynd og trú á eigin getu
  • Læsi – skilja samfélag og umhverfi
  • Sköpun – beita skapandi hugsun
  • Heilbrigði – tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og líða vel

Frístundamiðstöðin Tjörnin hlaut styrki fyrir 11 verkefni af 45 og það er greinilegt að hér á sér stað framsækið og metnaðarfullt starf.

Þau verkefni Tjarnarinnar sem fengu styrk voru;

TjörninVelkomin í frístundaheimilið

SkýjaborgirKvikmyndaklúbbur

Selið Tengjumst með tónlist

Selið21. aldar foreldrasamskipti

GleðibankinnCode Blue

Frosti Strákakvöld – Verða strákar alltaf strákar?

105Hópastarf í Háteigsskóla

EldflauginVið erum frábær – við erum fær

100og1Ég er mikilvæg

HofiðHofið í Hjólakraft

DraumalandFlogið úr hreiðrinu – lokaferð 4. bekkjar

Hægt er að sjá heildarlista þróunarstyrkja 2018 hér

Við óskum öllum starfsstöðum til hamingju með styrkina og hlökkum til að sjá afraksturinn.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt