Mikil ánægja með starfsfólk félagsmiðstöðvanna

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hofið

Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar sendu öllum foreldrum barna og unglinga í 5. – 10. bekk spurningakönnun um viðhorf þeirra til félagsmiðstöðvanna. Á sama tíma var unglingunum líka send könnun, um svipuð atriði en þó á örlítið annan hátt. Niðurstöðurnar verða svo nýttar til að gera úrbætur á því sem betur má fara, en forstöðumenn félagsmiðstöðvanna gera aðgerðaráætlun fyrir starfsárið 2017-18.

80% foreldra ánægðir með starfið

Niðurstöðurnar sýna að tæplega 80% foreldra eru ánægðir með starfsemi og starfsfólk félagsmiðstöðvanna á meðan rúm 20% segjast hlutlausir. Ánægja með upplýsingagjöf félagsmiðstöðvanna er með því hæsta sem sést hefur, 85% foreldrar segjast ánægðir með hana. Foreldrar voru einnig spurðir hvernig þeir myndu vilja fá upplýsingarnar frá félagsmiðstöðinni. Lang flestir vildu fá þær sendar á netfang, næstflestir í gegnum foreldrahóp á Facebook. Nánast ekkert foreldri vildi upplýsingarnar í gegnum Snapchat eða Instagram.

Mjög mikil ánægja með starfólkið

Unglingarnir eru enn ánægðari með félagsmiðstöðvarnar sínar en foreldrar þeirra, ef marka má niðurstöðu könnunarinnar sem lögð var fyrir unglingana. Sérstök ánægja er þó með starfsfólk félagsmiðstöðvanna en 83% unglinga eru mjög ánægðir með það og 13% ánægðir, því má segja að 96% unglinga í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum séu ánægðir með starfsfólk félagsmiðstöðvanna. Rúmlega 90% unglinganna er sömuleiðis ánægir með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Fastagestir ekki einir um að svara

Sumir velta því mögulega fyrir sér hvort að þeir unglingar sem svöruðu séu ekki bara fastagestirnir og því sé könnunin ómarktæk. Þrátt fyrir að almenn þátttaka í félagsmiðstöðvastarfi sé með hæsta móti hjá Tjörninni, þá segjast aðeins 20% svarenda mæta alltaf (oftar en 2x í viku) og tæplega helmingurinn segist mæta sjaldan eða stundum (ekki í hverri viku). Aðspurðir segja 40% unglinganna að þeir myndu mæta oftar í félagsmiðstöðina ef það væri ekki svona mikið að gera hjá sér og 30% myndu mæta oftar ef æfingarnar væru ekki alltaf á sama tíma.

Plaggatið lifir

Íhaldssamir og þeir sem óttast að allt gamalt og gott sé að glatast hjá æsku landsins, ættu að gleðjast yfir því að flestir unglingar vita hvað er að gerast í félagsmiðstöðinni af auglýsingum sem hengdar eru upp á veggjum skólans. Sömuleiðis vilja 70% unglinga fá auglýsingar upp á vegg skólans. Þrátt fyrir alla samfélagsmiðlana þá lifa gömlu góðu plaggötin greinilega góðu lífi.

 

Má segja að niðurstaða kannanna, bæði hjá foreldrum og unglingum, gefi sterkar vísbendingar um að starfið sem fram fer í félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum sé afburða gott og langflestir séu sáttir.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt