Mikið fjör á Tjarnarballi félagsmiðstöðvanna!

 í flokknum: 100og1, 105, Frosti, Gleðibankinn, Hofið

Félagsmiðstöðvar 100og1, 105, Frosti, Gleðibankinn og Hofið tóku höndum saman miðvikudaginn 25.september og héldu glæsilegt Tjarnarball fyrir unglingana í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ. Ballið var haldið í glæsilegri aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar 100og1 í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla. Á ballinu var mikið dansað, hlegið og spjallað en það voru dj-ar úr félagsmiðstöðvunum sem héldu uppi blússandi stemningu með fjölbreyttri og skemmtilegri tónlist. Ballgestir voru líka aldeilis heppnir með veður og var mikill stemning fyrir því að njóta veðurblíðunnar fyrir utan ballið, spjalla við vini og kynnast unglingum úr nágrannafélagsmiðstöðvum. Veturinn fer því vel af stað og eru margir frábærir viðburðir framundan á næstu vikum í öllum félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt