Miðlalæsisvika Frostheima

 í flokknum: Frostheimar

Miðlalæsisvika frístundaheimila Tjarnarinnar: Í þessari viku er áherslan hjá okkur á miðlalæsi og það að þjálfa börnin í að vera gagnrýnin á það sem þau sjá og heyra; hvort sem það eru kvikmyndir, sjónvarpsþættir, netsíður, tölvuleikir, auglýsingar, umbúðir eða annað sem gefa okkur upplýsingar.

Ef þið viljið taka þátt í vikunni með okkur, þá eru hér nokkrir gagnlegir punktar til að nota heima: – Spyrjið börnin hvaðan þau fá upplýsingar og hvort þau viti hvað miðlar eru. Útskýrið fyrir þeim mismunandi svið miðla, að þeir geti verið upplýsandi (t.d. fréttir), stjórnandi (t.d. auglýsingar) eða afþreying (t.d. margar kvikmyndir). – Hvetjið börnin til að spyrja spurninga. Skiptist á hugmyndum um það sem þið eruð að skoða, lesa eða hlusta á. Spurningar á borð við þessar eru kjörnar: – Hver bjó þetta til? Afhverju var þetta búið til? Var það til að upplýsa okkur, fá okkur til að kaupa eitthvað eða fá okkur til að hlægja? – Fyrir hvern er þetta? Fyrir krakka? Fyrir fullorðna? Fyrir þá sem hafa áhuga á einhverju sérstöku? – Vantaði eitthvað? Þarftu fleiri upplýsingar til að skilja skilaboðin? – Hvað myndi gerast í raunveruleikanum? – Hvernig lét þetta þér líða? Gæti öðrum liðið þannig? – Horfið saman á kvikmyndir. Eftir að myndin er búin, talið um hvað þið sáuð í myndinni og hvernig ykkur líður. Segið ykkar skoðun. Einnig er hægt að stoppa myndina og tala um ákveðin atriði. Þetta getið þið einnig gert með fleiri miðla, t.d. tölvuleiki. – Farið saman í búðina og fáið börnin til að finna út hvað er verið að selja þeim. Spyrjið börnin afhverju kex ætlað þeim sé ekki í efstu hillunum svo þau nái ekki í það, heldur í þeirra augnhæð. Skoðið sérstaklega kex, nammi og morgunkorn. Þið getið líka talað um pakkningar, lit þeirra og hverskonar myndir eru á þeim. Þetta er einn angi þess sem kallast á ensku „Pester Power“, þar sem að vörur ætlaðar börnum eru settar í þeirra augnhæð svo þau biðji foreldra sína um að kaupa þær. Við hvetjum ykkur svo til að búa til smá fjölskylduplan í kringum miðlanotkun. Þið getið haft fjölskyldufund og rætt um hve mikið á að nota miðla á heimilinu. Það getur verið ósanngjarnt fyrir börnin ef þau eru með allskonar reglur um skjátíma og miðlanotkun, en þeir fullorðnu ekki. Leggið áherslu á miðlanotkun fjölskyldunnar sem heild.

Að lokum viljum við benda ykkur á þessa síðu hér: https://www.commonsensemedia.org/ Síðan inniheldur helling af fróðleik um miðlanotkun og miðlalæsi barna og unglinga. Einnig getið þið leitað að efni sem börnin eru að horfa á eða nota og séð hvað aðrir foreldrar (og börn) segja um það og hvaða skilaboð efnið er að senda.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt