Miðlalæsi og vetrarfrí í Eldflauginni

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

English below

Febrúar var annasamur hjá okkur í Eldflauginni – sem og svo oft áður. Við tókum þátt í Miðlalæsisviku ásamt öðrum frístundaheimilum Tjarnarinnar þar sem börnin fengu þjálfun í að skoða upplýsingar á ýmsum miðlum með gagnrýnum hætti. Það var margt skemmtilegt sem var brallað þá vikuna. Þar á meðal var fréttablað Tunglsins gefið út í fyrsta skipti. Þar fengu börnin tækifæri til þess að fjalla um atburði sem þeim fannst merkilegir og deila þeim með öðrum börnum frístundaheimilisins. Þá voru gerðar auglýsingar en áður var rætt um hvernig auglýsingar virka og af hverju okkur langar í hluti sem eru auglýstir (jafnvel þó að við þurfum þá ekki). Tengt þessu, þá fóru börnin einnig í „lógó-ratleik“ þar sem ýmis lógó voru falin víðs vegar um skólalóðina og börnin fengu stig fyrir hvert lógó sem þau fundu. Þá fengu þau aukastig ef þau vissu hvaða fyrirtæki lógóið tilheyrir. Í framhaldi af leiknum var þá hægt að taka umræður um hvers vegna margir þekkja sum lógó en fáir þekkja önnur lógó.

Vetrarfrí grunnskólanna var 25. Og 26.febrúar. Starfsfólk Eldflaugarinnar hittist þann 25.febrúar og fór í tilraunavinnustofu um samskipti á vinnustað. Í framhaldi af þeirri vinnu var ný menntastefna Reykjavíkurborgar kynnt og starfsfólk hugstormaði leiðir til að útfæra menntastefnuna í okkar starfi. Að lokum renndi hópurinn yfir og vann áfram að drögum að umbótaáætlun fyrir næsta skólaár. Þriðjudaginn 26.febrúar stóð Tjörnin fyrir fjölskylduviðburðum. Á Kjarvalsstöðum voru smiðjur í umsjón Draumalands, Eldflaugarinnar og Halastjörnunnar. Viðburðinn var vel sóttur og var ánægjulegt að sjá fjölskyldur gera sér glaðan dag saman, föndra, spjalla og njóta samvista.

 

Media literacy and winter break

February was a busy month in Eldfaugin – as usual. We participated in a Media-literacy week along the other after school centres at Tjörnin. This week the children got the opportunity to critically inspect information from various media. This was a very interesting and enlightening week indeed. Among other events, Tunglið newsletter was printed for the first time. The children wrote news about events they thought relevant and interesting to share with the other children. We made advertisements after having a discussion about how advertisements work and why we want things that are advertised (even though we don’t need them). Related to this, the children also played a “logo scavenger hunt” were we had hidden various logos around the school yard and the children got points for finding each logo. They got a bonus point for knowing to what company/institution the logo belonged to which sparked a conversation about why so many know some logos while few know other logos.

The winter break was last 25th and 26th of February. Eldflaugin’s staff met on the 25th and had a workshop on communication at the workplace. After the workshop the new educational policy of Reykjavík was introduced, followed by a brainstorming session about how to implement it in our work. Lastly, the group looked at and worked on a draft for the improvement plan for next year. Tuesday was dedicated to a family events planned by Tjörnin. Eldflaugin, Draumaland and Halastjarnan had workshops at Kjarvalsstaðir for families. The event was a great success, many families came and had a nice time together, doing arts and crafts, talking and simply enjoying spending time together.

 

Recommended Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt