Michel á leið á Special Olympics

 í flokknum: Birta á forsíðu, Eldflaugin, Frístundaheimili (6-9ára)

Michel Thor Masselter hefur æft sund frá 2001 og keppti í sundi á Special Olympics í Aþenu fyrir átta árum. Nú er hann aftur að fara á ólympíuleika en í annarri grein því hann mun keppa í frjálsum íþróttum á Special Olympics í Abú Dabí. Þar mun hann keppa í 800 og 1500 metra hlaupi auk boðhlaups.
Michel er spastískur og því henta lengri hlaupaleiðirnar honum vel. Hann fór að æfa frjálsar íþróttir fyrir um fjórum árum en þá tók hann þátt í Íslandsmóti í frjálsum og vann allt sem hann tók þátt í. Hann stundar íþróttir sínar af miklu kappi og æfir sex sinnum í viku og skiptast æfingarnar jafnt á milli sundsins og hlaupagreinanna.
„Ég tek mér samt alltaf frí á sunnudögum,“ segir þessi mikli íþróttagarpur og brosir sínu blíðasta. Það er engin smásveit sem tekur þátt í Special Olympics að þessu sinni því 38 íslenskir keppendur taka þátt í leikunum en 60 manna hópur fer til Abú Dabí í þetta sinn.
Michel hefur unnið á frístundaheimilinu Eldflauginni í Hlíðaskóla síðan 2015 en heimið er rekið undir hatti frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar.
Sérstakt heillaóskaboð var haldið fyrir Michel á Eldflauginni í vikunni en hann flaug út til London í dag ásamt öllum hópnum. Krakkarnir á frístundaheimilinu voru búnir að búa til skemmtilegar kveðjur fyrir Michel og boðið var upp á köku honum til heiðurs. Reykjavíkurborg óskar honum góðs gengis á ólympíuleikunum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt