Menntastefna Reykjavíkur til 2030 og Framtíðarskólinn

 í flokknum: Birta á forsíðu

Það verður opinn fundur frístundaráðs í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur fimmtudaginn 6. desember kl. 15-17.  Allir þeir sem hafa hug á að kynna sér og ræða menntstefnu Reykjavíkur og framtíðarskólann eru hvattir til þátttöku.

Þeir sem hafa áhuga mega gjarnan skrá sig á viðburðinn hér – allir velkomnir: https://www.facebook.com/events/275784819948586/

 

  1. Menntastefna ReykjavíkurBorgar til 2030

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur.

Borgarstjórn hefur samþykkt Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Tilgangur stefnunnar er að ná víðtækri samstöðu um framtíðaráherslur í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík og forgangsraða mikilvægustu umbótaverkefnum. Markmið stefnunnar er að valdefla börn og ungmenni með því að styrkja grundvallar hæfniþætti sem skólasamfélagið í borginni hefur sett í forgang. En hverjar eru framtíðaráherslur í menntun barna og helstu forgangsverkefni?

 

  1. Sjónarhorn foreldra og nemenda á menntastefnuna

Fulltrúi foreldra

Fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna

 

  1. Framtíðarskólinn

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Með nýrri menntastefnu til 2030 skapast möguleikar í skóla- og frístundastarfi, sem gætu haft áhrif á skólagerðir og áform um byggingar skóla í nýjum hverfum.  Fer vel á því að hafa saman í einum skóla leikskóla, yngsta stig grunnskóla og frístundaheimili sem veita börnum heilsdags, heilsárs þjónustu?  Er betur hægt að koma til móts við fjölbreyttar  menntunar- og félagsþarfir 10-15 ára barna með því að hafa þennan aldurshóp í sérstöku skólahúsnæði?

 

  1. PALLBORÐ OG UMRÆÐUR

 

Þátttakendur í pallborði:

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs

Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúi í skóla- og frístundaráði

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands

Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla

Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla í Mosfellsbæ

 

Fundarstjóri er Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstjóri nýsköpunarmiðju menntamála hjá skóla- og frístundasviði.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt