Master Chef slær í gegn!

 í flokknum: 100og1, 105, Frosti, Gleðibankinn

Nú er sumarstarfið fyrir 10-12 ára krakka í Tjörninni farið á fullt en starfið hefur verið stórskemmtilegt það sem af er sumri. Nóg hefur verið í boði fyrir alla og hafa krakkarnir meðal annars farið í Ninja Ratleik, prófað tie – dye, búið til bragðgóða brjóstsykursmola og farið í stórskemmtilega spunaleiki.

Fimmtudaginn 20. Júní var haldin æsispennandi Masterchef smiðja í Tjörninni þar sem krakkarnir kepptust við að matreiða frumlegasta og bragðbesta réttinn úr sömu hráefnum. Krakkarnir sýndu listir sínar í eldhúsinu og spennan stigmagnaðist meðan tíminn á klukkunni minnkaði. Dómararnir áttu í miklum erfiðum með að sammælast um sigurréttin en að lokum stóðu ljóna tortillan og eftirréttapizzan Súsí eftir sem sigurvegarar. Það er fjöldinn allur af fjölbreyttum og skemmtilegum smiðjum framundan næstu daga og enn er hægt að skrá í nokkrar smiðjur inni á fristund.is.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt