Líf og fjör í sumarsmiðjum félagsmiðstöðva Tjarnarinnar

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Frosti, Gleðibankinn

Sumarstarf félagsmiðstöðva Tjarnarinnar hefur verið stórskemmtilegt það sem af er sumri. Sumarsmiðjurnar fyrir 10-12 ára hafa gengið mjög vel og hafa börnin meðal annars búið til draumafangara, gert slím og brjóstsykur, prufað útieldun og farið í úti-lasertag, sápubolta og myrkravarúlf.
10-12 ára hópurinn skellti sér einnig í útilegu sem var mikið ævintýri. Hópurinn tjaldaði við Þórisstaði þar sem þau höfðu gaman saman, fóru í ýmsa leiki og grilluðu. Hressir krakkar og starfsmenn létu rigninguna ekki á sig fá og öðluðust nýja reynslu og fullt af skemmtilegum minningum.

Það er fjöldinn allur af fjölbreyttum og spennandi smiðjum framundan næstu daga og vikur. Sem dæmi má nefna bubblubolta, hjólaferð, tie-dye og vatnsbyssustríð. Enn er hægt að skrá í nokkrar smiðjur inni á sumar.fristund.is

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt