Liðin vika í 100og1

 í flokknum: 100og1

Ef að þið tókuð ekki eftir því þá er desember genginn í garð og það má sjá á dagskránni í 100og1.
Á mánudaginn var jólapeysuþema og settu peysurnar tóninn fyrir stemningunni um kvöldið.

Á miðvikudeginum var boðið upp á Elf Spaghetti!
Spaghetti með sykurpúðum, sykurkurli og sírópi og aðeins meira sírópi! og þar hefur þú Elf spaghetti.

Á föstudeginum kíktu kátir krakkar úr 100og1 í heimsókn í félagsmiðstöðina frosta í vesturbænum. Þar var vel tekið á móti okkur og kvöldið fór í leiki og að kynnast vinum okkar frá vesturbænum aðeins betur!

í 10-12 ára starfinu okkar setti óveðrið góða sinn stimpil á dagskrána.
Veðrið var ekki nægilega gott til að tekið væri á móti okkur á skautasvellinu á Ingólfstorgi þannig að það var poppað og horft á mynd í vonda veðrinu.
Síðan í þessari viku verður farið á svellið í bongó blíðu!

Takk fyrir frábæra viku.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt