Liðin vika í 100og1

 í flokknum: 100og1

Night Game.

100og1 og Frosti leiddu saman hesta sína annað árið í röð til að halda Night Game!

Í night game kepptust 4-5 manna lið að því að komast frá stað A(hagaskóla) til B(Spennistöðin/100og1) með nokkrum stoppum á leiðinni sem þau fundu með því að fylgja vísbendingum. Ekki nóg með það, heldur þurftu liðin að vera vakandi fyrir elturum(starfsmenn félagsmiðstöðana) sem leyndust hér og þar tilbúin að klukka keppendur úr leik. Leikurinn gekk ótrulega vel og stóðu keppendur sig frábærlega!

 

Barnasáttmálinn 30 ára

Barnasáttmálinn átti 30 ára afmæli á miðvikudaginn og í tilefni af því var boðið upp á þjóðar eftirrétt Íslendinga Eðlu ídýfuna með snakki og spjallað um nokkrar greinar barnasáttmálans. Skemmtilegar umræður mynduðust um mikilvægan hlekk í barnalýðræði.

Ísferð í Vesturbæjarís

Myndarlegur her af unglingum arkaði á Vesturbæjarís í skipholtinu og gæddu sér á ís í boði 100og1.
Frábær endir á viðburðaríkri viku!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt