Leikjadagur starfsfólks félagsmiðstöðva

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hofið

Í dag hélt starfsfólk félagsmiðstöðva Reykjavíkur hinn árlega Leikjadag félagsmiðstöðva. Þar skiptist starfsfólk úr mismunandi hverfum á að kenna hvort öðru (eða rifja upp fyrir þeim sem þegar kunna) hina ýmsu leiki sem hægt er að nota með börnum og unglingum í starfinu í sumar. Starfsfólkið lærði meðal annars ísbrjótinn Snjóboltastríð sem gott er að taka með hópi einstaklinga sem eru að kynnast. Einnig lærðu þau Human Clue, Sprengjuleikinn, Chicken baseball og Sjóræningjaleikinn sem eru leikir sem krefjast samvinnu og samskipta þátttakenda. Starfsfólk félagsmiðstöðva Tjarnarinnar er því fullt orku og hugmynda fyrir frístundastarfið með börnum og unglingum borgarinnar í sumar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt