Klúbbahittingar í miðborg og Hlíðum // Clubs in the city center and Hlíðar

 í flokknum: 100og1, 105, Gleðibankinn

Við í Tjörninni verðum með í boði klúbbahittinga fyrir 8.-10.bekk á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:30-18:30. Strax eru komnar hugmyndir að klúbbum í miðborg og Hlíðum.

Fyrst ber að nefna dekurklúbbinn okkar.
Markmið hans er að dekra við sig og njóta augnabliksins.

 

Næst er það Druslugangan.
Þar eru nokkrir áhugasamir femínistar með það að markmiði að skipuleggja viðburð fyrir unglinga í kringum Druslugönguna sjálfa.

Svo síðast en ekki síst er það klúbburinn Drekabanar.
Sá klúbbur mun skoða sci-fi, spila ævintýraspil, horfa á myndir eða hvað sem þeim langar að gera.

 

Við hvetjum alla unglinga til að stofna klúbb og nýta félagsmiðstöðina til sinna áhugamálum sínum eða fá rými til að prufa eitthvað alveg nýtt.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt