Kassabílarallý, skráning opin fyrir langan dag, Stofnun Ársins // Go Kart Rally, Registration open for full-day, Organisation of the Year

 í flokknum: Birta á forsíðu, Halastjarnan

Núna er loksins komið að kassabílarallý Tjarnarinnar! Eins og einhverjir vita hafa börnin í 2., 3. og 4. bekk unnið hörðum höndum að smíði kassabíls á önninni í smíðatímum með Kristínu. Í síðustu viku var lögð lokahönd á bílinn í tæka tíð fyrir kassabílarallyið. Fyrri umferðinn fer fram á Klambratúni næstkomandi föstudag fyrir 3. og 4. bekk. Seinni umferðinn fer fram á Ingólfstorgi 26. maí fyrir 2. bekk. Fyrsti bekkur hefur fengið að fylgast með og þau hafa sko eitthvað að hlakka til á næsta ári þegar þau fá að smíða bíl og keppa 🙂

Næsta föstudag stefnum við á að fara með alla sem skráðir eru í 3&4. bekk á Klambratún beint eftir skóla. Þar fá börnin hressingu áður en keppnin hefst. Að því loknu hefst rallýið og keppt er í þremur riðlum: stúlkur, drengir og starfsmenn! Verðlaun eru veitt fyrir sigurliðið, prúðasta stuðningsliðið og flottasta bílinn! Í lokin verða skemmtiatriði og veitingar 🙂 Við verðum komin til baka um klukkan 16.30.

Föstudaginn 26. maí verður farið með 2. bekk í rútu á Ingólfstorg og verður keppnin með sama sniði og í fyrri umferð á Klambratúni.

Vinsamlegast látið okkur vita ef barnið þitt á ekki að fara með núna á föstudaginn (3&4.bekkir) eða á föstudaginn 26. maí (2. bekkur). Á föstudögum fer venjulega hópur barna með Valsrútu, endilega látið vita ef barnið þitt má sleppa æfingu til að fara með okkur í rallýið 🙂

 

Stofnun ársins 2017
í síðustu viku hlaut Tjörnin frístundamiðstöð titillinn Stofnun ársins 2017. Könnunin er stærsta vinnumarkaðskönnunin sem framkvæmd er á hverju ári hér á landi og hún gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. Þetta er því annað árið í röð sem Halastjarnan hlýtur viðurkenninguna því eins og einhverjir muna hlaut Frístundamiðstöðin Kampur sömu viðurkenningu, við erum nú er sameinuð vesturbæ í Tjörninni frístundamiðstöð. Við trúum á því að ánægir starfsmenn skapa betri, heilbrigðari, skapandi umhverfi fyrir ykkar börn og hjálpar okkar ná markmiðin okkar á frístundaheimilnu.

Heill dagur 31. maí

Skólinn verður lokaður vegna starfsdags miðvikudaginn 31. maí og Halstjarnan verður opin frá kl. 8 þann dag.Eins og alltaf það þarft að skrá barnið fyrir daginn á umsokn.fristund.is og skilafresturinn er til 25. maí. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann dag.
//

Finally we get to compete in the Tjörnin Go Kart Rally! As some of you know, the children in years 2, 3 and 4 have been working hard to make a go kart to compete at the Go Kart Rally in the workshop with Kristína. The first round is on Friday at Klambratún where children in Years 3 and 4 will compete and the second round is on 26th May at Ingólfstorg where the Year 2 children will compete. The Year 1 children have been watching with interest and have something to look forward to next year. On Friday, we plan to take all of the Year 3 and Year 4 children registered on Fridays with us to Klambratún right after school finishes. The rally is split into 3 stages, girls, boys and staff! Trophies are awarded to the winners, best support and best go kart. Refreshments will be offered and we look to return around 16:30.

On Friday 26th May, the Year 2 children will go by coach to Ingólfstorg to compete. Please let us know if your child should not go with us on Friday (Year 3 and 4) or 26th May (Year 2). Also, a coach takes children to Valur on Fridays – if your child is allow to take a break from practice that day to attend the rally then let us know.

Stofnun ársins 2017

Last week Tjörnin recreational division won the title of Stofnun ársins (Public Organisation of the Year). This is the result of the largest survey of employees in the country and is awarded according to staff and job satisfaction. We won this title last year as well as Kampur and are extremely happy with this result after merging with Vesturbær to create Tjörnin. We strongly believe that happy staff create a better, healthier, more creative environment for your children and help us achieve our goals at the after-school centre.

Full-day programme 31st May
The school will be closed due to a training day on Wednesday 31st May and as such, Halastjarnan will be open all day. As always you need to register your child at umsokn.fristund.is. The deadline is 25th May. We cannot accept registrations after that date.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt