Kassabílarallý frístundaheimilana 3. og 4. bekkur

 í flokknum: Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Halastjarnan

Kassabílarallý 3. og 4. bekkinga í frístundaheimilunum Frostheimum, Draumalandi, Eldflauginni og Halastjörnunni fór fram á Klambratúni í blíðskapar veðri síðast liðinn föstudag. Keppt var í kynjaskiptum liðum um 1. og 2. sætið, en auk þess kepptu frístundaheimilin um það hver er með besta stuðningsliðið og hver útbjó flottasta kassabílinn. Lokakeppnin var síðan starfsmannakeppni, en þar kepptu starfsmenn í kynjablönduðum liðum um það hvaða frístundaheimili er með snörustu starfsmennina í vinnu. Að lokum steig ungstirnið Aron Hannes á stokk og tryllti lýðinn meðan hann japlaði á frostpinnum undir ljúfum tónum Arons Hannesar.

Kassabílarallýið er lokahnykkurinn á starfi frístundaheimilanna yfir veturinn og hafa krakkarnir lagt hart að sér við æfingar og undirbúning fyrir viðburðinn og þó svo gleðin sé í fyrirrúmi í verkefninu, þá gefur það okkur líka kærkomið tækifæri til að þjálfa krakkana í samvinnu og lýðræðislegum vinnubrögðum. Þeir þurftu meðal annars að velja fulltrúa úr hópunum til að keppa fyrir hönd frístundaheimilisins, auk þess sem þeir skipta á milli sínu mörgum öðrum verkum, svo sem því að koma að undirbúningi og hönnun kassabílsins, búa til fána, hristur og skraut fyrir stuðningsliðið og koma með hugmyndir að búningum og hvatningarópum. Allir hafa síðan hlutverk með því að vera verðugir fulltrúar síns frístundaheimilis á viðburðinum sjálfum og með því að hvetja sitt lið til dáða. Þannig eiga öll börnin hlutdeild í viðburðinum og leggja sitt af mörkum við að gera daginn eftirminnilegan fyrir sig og aðra.

Endilega skoðið myndir frá deginum 🙂

Hér má sjá videó frá deginum 🙂

Kassabílarallý barna á frístundaheimilum Tjarnarinnar var æsispennandi. Keppt var á Klambratúni í geislandi sól og sumarblíðu.

Posted by Skóla- og frístundasvið on 19. maí 2017

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt