Jólamarkaður fjölskyldunnar

 í flokknum: Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland

Jólamarkaður fjölskyldunnar er næstkomandi fimmtudag, 6. desember, milli klukkan 16 og 18 í frístundamiðstöðinni Tjörninni. Um árlegan viðburð er að ræða þar sem börnin í öllum sjö frístundaheimilum Tjarnarinnar selja föndur og ýmislegt jólagóðgæti sem þau hafa búið til, ásamt því sem við erum með „pop up“ kaffihús þar sem fjölskyldum býðst að kaupa heitt kakó og piparkökur og ískalt jólakrap til að koma sér í jólagírinn. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og fer beint í þróunaraðstoð við börn sem búa við afar bágar aðstæður.

Börnin hafa lagt hart að sér við að búa til söluvarning lið og hjálpa þeim þannig að hjálpa börnum sem svo sannarlega eru hjálparþurfi.J Upphæðinni sem börnin safna verður síðan skipt í 7 jafna hluta og fá börnin í hverju frístundaheimili fyrir sig að ráðstafa hlut hvers frístundaheimilis í sannar gjafir Unicef, en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa raunveruleg áhrif til góðs fyrir þá sem þær hljóta, sjá http://www.sannargjafir.is/is/products/allar-gjafir.

Jólamarkaður fjölskyldunnar var fyrst haldinn árið 2007 og er því haldinn í tólfta skiptið í ár. Með ágóðanum af honum hefur börnunum í frístundaheimilunum  tekist að styrkja börn sem ekki njóta sömu lífsgæða og þau um ríflega tvær milljónir frá upphafi. Hlýtur það að teljast afar góður árangur hjá 6-9 ára gömlum börnum og sýnir vel hversu knáir smáir geta verið fái þeir réttan stuðning til góðra verka. Framlag litlu barnanna ykkar – og auðvitað ykkar sem verslið við þau með bros á vör – vegur því verulega þungt við að gefa öðrum börnum tækifæri til betra lífs.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt