Janúar í Eldflauginni

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

English below

Við fórum rólega af stað í janúar eftir jólaleyfið. Eftir langt og gott frí voru flestir fegnir að komast aftur í reglu og rútínu. Það var ákveðið að vinna með þemað norræn goðafræði þennan mánuðinn og því hafa smiðjurnar einkennst af gerð sverða, hjálma og skjalda sem hafa nýst sem leikmunir í kvikmyndir og fleira. Það stendur síðan til að sýna afraksturinn á listasýningu í mars.

Snjórinn mætti svo á svæðið við mikinn fögnuð barnanna. Það er svo margt hægt að bralla í snjónum. Í Eldflauginni höfum við verið að búa til snjófólk- og dýr, snjóhús og fleira. Við höfum líka farið í snjókast og að sjálfsögðu verið dugleg að renna okkur á rassaþotum.

 

January started easy after the Christmas holidays. Most were happy to be back in routine after a long break. It was decided to work with the theme: Norse mythology, this month. Therefore we have been making all kinds of swords, helmets and shields in our workshop, many of which have then been used as props in films and other projects. We are planning on hosting a film- and arts exhibition in March where the results can be seen.

The snow also arrived, to the joy of the children. There is so much fun to be had in snow. In Eldflaugin we have been making snowpeople- and animals, snowhouses and more. We have also had snowfights and of course been sledging quite a lot.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt