Inntaka barna í frístundaheimilum

 í flokknum: Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland

Í dag sendum við fyrstu börnunum boð um pláss í frístundaheimilunum okkar á komandi skólaári, en skv. inntökureglum Skóla- og frístundasviðs eru börnin tekin inn eftir aldri. Því eru börn sem hefja nám í 1. bekk í forgangi, börn í 2. bekk koma þar á eftir, því næst börn sem fara í 3. bekk og loks þau sem hefja nám í 4. bekk. Börn með sem þurfa sérstakan stuðning í frístundaheimilinu ganga fyrir þvert á árganga um leið og er boðið pláss um leið og tekst að ráða stuðningsfulltrúa til að liðsinna þeim. Í þeim tilvikum þar sem við getum ekki tekið allan árganginn inn í upphafi skólaárs mætum við ástandinu með því að bjóða upp á hlutavistun til að koma til móts við sem flesta og auka jafnræði meðal þjónustuþega. Eftir því sem mönnun eykst bjóðum við börnunum fleiri daga uns allir í árganginum eru komnir inn í fulla þjónustu. Þá bjóðum við börnunum í árganginum fyrir ofan hlutavistun og svo koll af kolli þar til allir eru komnir inn í fulla þjónustu. Í þeim tilvikum þar sem ekki tekst að bjóða öllum árganginum inn í hlutavistun er farið eftir dagsetningu umsóknar þannig að elstu umsóknirnar eru afgreiddar fyrst.

Við fullvissum ykkur að við erum að gera allt sem við getum til að manna stöðurnar okkar með hæfu og góðu fólki og höldum áfram að taka börnin inn í hollum eftir því sem okkur tekst að tryggja okkur starfsfólk og því er ekki víst að allir sem fá biðlistabréf í dag verði á biðlista þegar kennsla hefst. Vonandi mun það verkefni að manna stöðurnar okkar ganga vel enda hefur það heyrst að það sé alveg svakalega gaman að vinna í frístundaheimili. Að því söguðu bendum við öllum áhugasömum á að sækja um starf hjá okkur með því að fylla út umsókn á https://reykjavik.is/laus-storf/oll-storf/fristundaradgjafi-eda-leidbeinandi-tjornin eða https://reykjavik.is/laus-storf/oll-storf/fristundaleidbeinandi-med-studning-tjornin.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt