Hverfið mitt: Kosningar eru hafnar

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára)

Reykjavíkurborg hefur metið 1.090 hugmyndir sem bárust í hugmyndasöfnuninni í mars 2017. Nú hefur 218 hugmyndum verið stillt upp til þátttöku í íbúakosningunum sem standa yfir frá 3. – 19. nóvember.

  • Allir sem verða 16 ára í ár og eldri geta kosið.
  • Til ráðstöfunar eru alls 450 milljónir króna eins og í fyrra.
  • Í ár er kjósendum boðið upp á þá nýjung að stjörnumerkja eitt verkefni sem gefur því aukaatkvæði.
  • Mögulegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, en það er síðasta atkvæðið sem gildir.
  • Kjósendur velja hverfi og síðan verkefni, geta stjörnumerkt og staðfesta síðan kosningu með rafrænu auðkenni eða Íslykli.

Taktu þátt núna með því að smella hér:  https://kosning.reykjavik.is

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt