Hreysti og vellíðan í Eldflauginni

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

English below

Þegar vel er komið inn í október er gott að líta til um öxl og fara yfir verkefni september mánaðar. Ýmislegt hefur verið gert þennan mánuð, enda starfið að fara af stað. Við vörðum fyrri hluta september í að taka á móti nýju starfsfólki og börnum sem þurftu að átta sig á nýjum aðstæðum og hvor öðru. Fljótlega voru smiðjurnar komnar á fullt en bæði börn og starfsfólk hafa verið að prófa sig áfram í smiðjunum. Fyrsta barnaráð Tunglsins var haldið um miðjan september en þar fá börnin vettvang til að ræða hugmyndir úr hugmyndakassanum, koma með eigin hugmyndir og kjósa um hvaða viðfangsefni þau vilja fyrir vikuna á eftir.

Vikan 16.-20. september var svo sameiginleg Hreysti- og vellíðunarvika hjá öllum frístundaheimilum Tjarnarinnar. Í Eldflauginni var áherslan lögð á hreysti, hollt mataræði og andlega vellíðan. Þá var meðal annars farið í smoothie-gerð, jóga, núvitund, unnið með tilfinningalæsi, styrkleika og tannheilsu svo eitthvað sé nefnt.

//

Since we are well into October now it is good to look back and review the tasks and activities of September. There has certainly been enough action. We spent the first half of September receiving and getting to know new members of staff and new children who had some time to figure out the environment and each other. Soon after that the workshops were in full swing where both children and staff have been trying new things and discovering hidden or dormant talents. The first Children’s council in Tunglið was held around mid-September. There, the children have an opportunity to discuss ideas from the idea box, bring their own ideas and then vote what they want to plan for the week after.

The week 16th-20th September was a joint Health- and wellbeing week in all the After school centres of Tjörnin. In Eldflaugin we emphasised, health living, eating and mental wellbeing. The children learned to make smoothies, had yoga, mindfulness, talked about feelings, strengths and dental hygiene, to name a few.

Recommended Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt