Hrekkjavakan í 105!

 í flokknum: 105

Það hefur myndast hefð fyrir því undanfarin ár hér á Íslandi að halda uppá Hrekkjavökuna og gátum við í 105 ekki verið undanskilin þar. Því var ákveðið að hafa eina stóra opnun fyrir miðstigið með Hrekkjavökuþema. Krakkarnir mættu þá í búningum og var að sjálfsögðu boðið uppá sælgæti og óhugnalega stemmningu í félagðsmiðstöðinni. Þá var hægt að horfa á myndina ,,Goosebumps” og taka þátt í svokölluðu Halloween-föndri. Þá var einnig farið í leikinn ,,Hvað er í ógeðis-kassanum?”. Eftir opnunina enduðu flestir á því að labba um hús í hverfinu að sníkja nammi. 

Seinna um daginn var svo komið að Halloween-balli fyrir unglingastigið en á því var einnig í boði að fara í gegnum draugahús sem að nemendaráðið hafði undirbúið. Þema draugahússins var hryllingsmyndin ,,The Nun” og heppnaðist það fullkomnlega, þar sem að unglingarnir komu skelfingu lostnir útúr því. Þá tók nemendaráðið einnig þá ákvörðun að vera með pítsusölu á ballinu sem að sló rækilega í gegn og líklegast hefð sem að er komin til að vera. Eins og sönnu Halloween-balli sæmir mættu flestir krakkarnir í búningum en þeir voru jafn mismunandi og þeir voru margir.  Það var því frábær og hrollvekjandi stemmning hjá okkur á hrekkjavökunni. 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt