Hönnunarkeppnin Stíll 2019

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn

Þann 2. Febrúar næstkomandi í Digranesskóla verður haldinn sá æðislegi viðburður STÍLL 2019!

 

STÍLL er hönnunarkeppni sem haldin er ár hvert og er þemað í ár 90´s.

 

Í hönnunarkeppninni STÍLL fá krakkar í félagsmiðstöðvum okkar tækifæri til þess að láta ljós sitt skína á sviðum hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Þessi viðburður er ekki einungis frábært tækifæri fyrir skapandi og hugmyndaríka unglinga til þess að láta ljós sitt skína, heldur hvetur þetta listsköpun þeirra og veitir þeim jákvæðan vettvang til þess að sýna hvað í þeim býr.

 

Veitt verða verðlaun fyrir hár-, förðunar- og fatahönnun. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu fantasíuförðunina, bestu hönnunarmöppuna og efnilegustu framsetninguna.

 

Það er ljóst að nóg sé um verðlaunum í pottinum og hvetjum við ung-lömbin okkar til þess að nýta sér þetta frábæra tækifæri.

Húsið opnar klukkan 13:00 og hefst þá undirbúningur keppenda. Miðaverð er  500 krónur og er frítt fyrir 16 ára og yngri.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt