Hinsegin vika Tjarnarinnar

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð, Óflokkað

Hinsegin vika Tjarnarinnar fór fram með pompi og prakt í félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar síðastliðna viku.

Skipulagning á vikunni fór fram í septembermánuði en þegar líða tók undir lok mánaðarins varð ljóst að ekki væri hægt að halda úti sameiginlegum viðburðum félagsmiðstöðvanna og því var sú ákvörðun tekin að hver félagsmiðstöð fyrir sig skildi halda úti sinni eigin dagskrá fyrir nemendahóp sinna skóla.

Hér að neðan má sjá hvað fór fram í þessari einstaklega skemmtilegu viku sem haldin var nú annað árið í röð með það að markmiði að fagna fjölbreytileika okkar allra!

Gleðibankinn

Hinsegin vikan í Gleðibankanum fór afar fallega fram. Á mánudagskvöldið var í boði að föndra hinsegin fána með frjálsri aðferð og urðu til mörg falleg listaverkin þar sem ýmist voru hengd upp eða tekim með heim. Á þriðjudeginum á dagopnun var maraþon áhorf á þættina Ru Pauls Drag Race í kósý stemningu. Á miðvikudeginum sýndi feministafélag Gleðibankans, Vigdís, myndina But I´m a cheerleadar við góðar undirtektir og á föstudaginn fór fram Kahoot spurningakeppni með hinsegin þema. Við hlökkum síðan til þess að geta haldið stóru sameiginlegu viðburðina okkar þegar ástandið batnar í samfélaginu.

100og1

100og1 fagnar fjölbreytileikanum alla daga en sérstaklega í hinsvegin vikunni.
Hinsegin vikan var haldin bæði fyrir 10-12 ára starfið og unglingastarfið.

í 10-12 ára starfinu buðum við þeim sem vilja að horfa á stuttmyndina In a heartbeat (sem hægt er að finna á youtube) með popp í skál til að koma samræðum af stað um hinsegin skilgreiningar, pælingar, skoðanir o.fl. Á föstudaginn var svo kareoke og kökur!

Unglingarnir byrjuðu vikuna á hinsegin fánamálun þar sem málaðir voru fjöldinn allan fögrum fánum, á miðvikudaginn var teboð og trúnó með hinsegin þema. Á föstudaginn var svo klikkuð Kahoot spurningakeppni einnig með hinsegin þema!

105

Síðastliðnir dagar í 105 voru heldur betur viðburðaríkir er hinsegin vika Tjarnarinnar var haldin hátíðleg á unglingastiginu okkar í síðustu viku.Á dagskránni voru afar skemmtilegir og fjölbreyttir viðburðir sem að unglingarnir höfðu einstaklega gaman af.
Vikan hófst með hinsegin fánagerð á mánudeginum þar sem unglingarnir spreyttu sig í að búa til alls lags fána hinsegin menningarinnar. Sú fánagerð dróst einnig inní dagskránna okkar á þriðjudeginum vegna eftirspurnar. Á þriðjudeginum héldum við einnig Queer Eye-maraþon ásamt áframhaldandi fánagerð.
Miðvikudagskvöldið var bíókvöld vikunnar en þá horfði hópurinn saman á kvikmyndina “The Half of It” og gæddi sér á poppi með myndinni. Hægt er að nálgast myndina á Netflix fyrir áhugasama.
Lokaviðburður vikunnar fór svo fram á föstudagskvöldið.  Kahoot-spurningakeppni með hinseginþema þar sem sigurvegarinn fékk verðlaun fyrir frammistöðu sína.

Einstaklega vel heppnuð vika í alla staði!

Frosti

Í Frosta var nóg um að vera í hinsegin vikunni og fór mæting fram úr björtustu vonum. Félagsmiðstöðin var skreytt frá toppi til táar í byrjun vikunnar og var dagskrá vikunnar stútfull af fræðslum, skartgripagerð og loks spurningakeppni. Spurningakeppnin var gott tækifæri fyrir marga til þess að sýna hvað þau höfðu lært í vikunni.

————

Starfsfólk félagsmiðstöðva Tjarnarinnar þakkar fyrir frábæra viku!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt