Heilsuefling í félagsmiðstöðvunum

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar ætla á næstu vikum að meta stöðu heilsueflingar í starfinu út frá gátlista sem innleiddur var af Skóla- og frístundasviði í samstarfi við Landlæknisembættið. Í Forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar og Viðmiðum og vísbendingum fyrir innra og ytra mat á gæðum frístundastarfs er einnig lögð áhersla á að börn og unglingar hafi stuðning sem gerir þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir og tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Í þessu felst m.a. að gera hreyfingu að daglegum þætti í lífinu, nýta nærumhverfið til útivistar og útináms, tileinka sér gott mataræði, lífstíl án áfengis, tóbaks og annarra vímuefna, styrkja sjálfsmyndina, auka félagsfærni, vináttu og skilning á því hvað felst í því að búa í samfélagi með öðrum.

Gátlistinn skiptist upp í fjóra grunnþætti sem eru á ábyrgð félagsmiðstöðvarinnar, þ.e. hreyfing og útivist, næring, líðan og lífsstíll. Gátlistinn er ætlaður til þess að hægt sé að skoða hvernig félagsmiðstöðvunum gengur að vinna að settum áherslum, hvað vel er gert og hvar sóknarfærin liggja. Forstöðumenn félagsmiðstöðvanna fagna öllum ábendingum um það sem betur mætti fara auk þess sem afar að auðvelt er að ilja þeim með jákvæðum athugasemdum.

Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri unglingastarfs hjá Tjörninni frístundamiðstöð.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt