Heilir dagar í Frostheimum

 í flokknum: Birta á forsíðu, Frostheimar

Fyrstu dagana í páskaleyfi skólanna var opið hjá okkur í Frostheimum og margt skemmtilegt brallað.

Fyrsta heila daginn fórum við á skauta í Laugardalnum þar sem Frostheimabúar sýndu snilldartakta á skautasvellinu. Daginn eftir skelltum við okkur í sund í Vesturbæjarlauginni þar sem var að venju mikið stuð og fæstir til í að fara upp úr þegar að því kom!

Á miðvikudeginum skiptum við hópnum í tvö lið og fórum við í þrautaratleik um hverfið okkar. Eftir að dómarinn hafði farið yfir frammistöðu liðanna og tilkynnt úrslitin, þar sem mjög mjótt var á milli liðanna, fengu allir keppendur páskaegg fyrir frábæra frammistöðu. Við spiluðum einnig páskabingó þennan dag sem vakti mikla lukku.

Á þriðjudeginum eftir páskaleyfið heimsóttu Frostheimabúar Borgarbókasafnið sem taka alltaf jafn vel á móti okkur. Fyrir utan allt lesefnið sem er í boði þá er skemmtilegt leikherbergi á safninu sem gaman er að leika sér í.

Takk fyrir frábæra heila daga kæru Frostheimabúar 🙂

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt