Halastjörnufréttir: Langir dagar í janúar-Gjaldskrárhækkun-Breytingar í starfsmannahóp

 í flokknum: Birta á forsíðu, Halastjarnan

Við í Halastjörnunni óskar ykkur gleðilegs nýs árs og þakkar ykkur samveruna á liðnu ári!

 

/// English summary follows

 

Í vikunni verður hópastarfið svohljóðandi:
1.-2. bekkur: listasmiðja á þriðjudaginn, dans í salnum á fimmtudaginn
3.-4. bekkur: listasmiðja í Hvíta húsinu á mánudaginn, Halastjarnan TV á þriðjudaginn
Dagskráin okkar er svo á heimasíðunni -https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/fristundaheimilid-halastjarnan/

 

Breytingar í starfamannahópnum:
James aðstoðarforstöðumaður hefur verið ráðinn sem skrifstofustjóri hjá Tjörninni frístundamiðstöð. Brendan Kinahan hefur tekið við sem aðstoðarforstöðumaður í Halastjörnunni, hann hefur unnið sem frístundaráðgjafi hjá okkur síðan haustið 2017. Á meðan við klárum að ráða í lausar stöður hjá okkur verður James áfram í Halastjörnunni eftir hádegi svo hann hefur ekki alveg sagt endanlega skilið við Halastjörnuna. Við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi.

Til viðbótar við þessa breytingu létu tveir starfsmenn af störfum um áramótin svo það er við búið að mannekla geti komið upp þagað til að ráðið hefur verið í allar lausar stöður. Við munum upplýsa ykkur á facebook síðu okkar og í vikulegum tölvupóstum af stöðu mála.

 

Hækkun á gjaldskrá:
Gjaldskrá frístundaheimilanna hækkaði um áramótin um 2,7% – sjá gjaldskrána hér: http://reykjavik.is/gjaldskrar/fristundaheimili-gjaldskra

 

Beiðnir um að senda börn heim:
Til þess að tryggja að okkur berist réttar upplýsinga varðandi það að senda börn heim höfum við ákveðið að gera breytingu frá áramótum. Við höfum hingað til óskað eftir því að foreldrar sendi okkur tölvupóst fyrir hádegi ef heimferð barna ykkar er með öðrum hætti en þau eru skráð þann daginn. Okkur berast ennþá einhver símtöl með beiðnum um að senda börn heim. Til þess að tryggja af réttar upplýsingar komist til skila þá munum við nú óska eftir því að foreldrar sendi okkur sms (s. 6636102) með fullu nafni, bekk barnsins og upplýsingar um heimferða barnsins.
Til samantektar:
Hægt er að senda okkur tölvupóst fyrir hádegi á: halastjarnan@reykjavik.is
Hægt er að senda okkur sms (9-17.00) til: 6636102
Fram þarf að koma fullt nafn, bekkur og upplýsingar um þær breytingar sem við eiga um heimferð barnsins þann dag.

 

Skráning er opin á langa daga í janúar:
Það eru tveir langir dagar framundan, 24. janúar (starfsdagur skóla) og 30. janúar (foreldraviðtöl). Við höfum opnað fyrir skráningu í lengda viðveru á vefnum: umsokn.fristund.is. Skráning á langa daga stendur til 17. janúar.

Vinsamlegast athugið sé barnið ykkar skráð viðkomandi dag þá þarf samt sem áður að skrá barnið á netinu ef þið viljið nýta plássið eftir hádegi.

Ef óskað er eftir viðbótarþjónustu fyrir hádegi þarf að skrá börnin í þjónustuna á netinu (umsokn.fristund.is) og gjaldið fyrir þjónustuna er 1.960 kr. fyrir hvern dag.
Börnin þurfa að koma með tvö nesti ef þau eru skráð í lengda viðveru. Annars vegar morgun hressingu, t.d. jógúrt, grænmeti eða ávexti. Og hádegis hressingu, t.d. samloku, pasta eða heimilismat sem ekki er þörf á að hita. Vatn verður í öllum nestistímum svo ekki er þörf á að hafa drykk meðferðis. Vinsamlegast athugið að skóli og frístund eru hnetulaus og passa þarf að athuga innihaldslýsingar á nesti barnanna fyrirfram.

Gjaldið fyrir þjónustuna er 2.013 kr. fyrir hálfan dag og 4.026 kr. fyrir heilan dag. Síðdegishressing er í boði seinni partinn.

Skráning á langa daga er bindandi og ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun þessa daga.

Athugið að það er hámarksfjöldi í viðbótarstundina og við hvetjum alla til þess að skrá tímanlega. Eftir að skráningarfresturinn er liðinn er hvorki hægt að skrá í viðbótarstund né í frístund eftir hádegi. Og þegar langir dagar renna upp er ekki tekið við óskráðum börnum.

/// English summary

 

Halastjarnan wishes you a happy new year!

 

This week‘s workshops are:

1.-2. grade: art workshop on Tuesday, dance on Thursday
3.-4. grade: art workshop on Monday, Halastjarnan TV on Tuesday

 

Changes in the staff:
James has accepted the position of office manager in Tjörnin frístundamiðstöð. Brendan Kinahan has taken over the position of assistant manager in Halastjarnan. James will continue to work in Halastjarnan in the afternoon until all vacant positions have been filled.

In addition to these changes, 2 staff members  left their positions at the beginning of the term. We can expect understaffing some days until the positions are filled. We will update you in case of understaffing on facebook and in the weekly e-mail.

 

Change in fees for after school programs:
The fees for Frístund have been increased by 2,7% for 2018 – please see the updated price list here: http://reykjavik.is/gjaldskrar/fristundaheimili-gjaldskra

 

Request to send children home:

Please notify us about changes regarding if your child is picked up or should walk home either by e-mail or text message with the child’s full name and class.

E-mail before noon: halastjarnan@reykjavik.is
Text message(9-17.00): 6636102

 

Registration for long days in January is open:
There will be two long days in January, 24. January (starfsdagur skóla) an 30. January (foreldraviðtöl). Registration is now open on: umsokn.fristund.is. Registration is open until: 17. January. Please note that you also need to register your child if you wish to use the space in the afternoon.

Please note that there is a maximum on the numbers of spaces available in the morning and we encourage all to register at the earliest convenience. After the deadline is passes we do not accept registrations neither for the morning or afternoon. And on the day we do not accept children that are not registered.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt