Hæfileikarnir 2019 // The Talents 2019

 í flokknum: 100og1, Birta á forsíðu

Hæfileikakeppni félagsmiðstöðva, Hæfileikarnir 2019, voru haldnir hátíðlegir í Stúdíó A á RÚV í gærkvöldi og er keppnin hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Fjöldi unglinga fylgdust með í sjónvarpssal og enn fleiri fylgdust með beinni útsendingu á UngRúv í sínum félagsmiðstöðvum. Félagsmiðstöðvar í Reykjavík héldu undankeppnir í hverju hverfi og komust siguratriðin áfram í stóru keppnina. Við í 100&1 áttum okkar frábæra fulltrúa hana Sigrúnu Benediktsdóttur sem bar sigur úr býtum í undankeppni Tjarnarinnar ásamt Bjarna Pálssyni úr félagsmiðstöðinni Frosta. Við erum að rifna úr stolti því hún Sigrún stóð sig algerlega frábærlega í gær með frumsaminn dans í lýrískum stíl. Bjarni úr Frosta vann svo lokakeppnina í gær og óskum við honum innilega til hamingju með sigurinn í fyrstu Hæfileikunum. Það er sko enginn skortur á hæfileikaríkum unglingum í Tjörninni!

//

The talent show for the youth clubs, The Talents 2019, were held in Studio A at RÚV last night. The competition is part of the Children’s Culture Festival in Reykjavik. A number of teenagers watched it in the studio and even more watched live broadcasts at UngRúv in their youth clubs. The youth clubs in Reykjavík held qualifiers in each neighbourhood and the winners continued on to compete in the final competition. We in 100&1 had our wonderful representative, Sigrún Benediktsdóttir, who triumphed in the competition in Tjörnin along with Bjarni Pálsson from the youth club Frosti. We are so proud because Sigrún did absolutely great with her original dance in a lyrical style. Bjarni from Frosta then won the final competition yesterday and we congratulate him on winning the first ever Talents. There is no shortage of talented teenagers in Tjörnin!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt